Vorþing DKG í Borgarnesi 9. maí

Ákveðið hefur verið að halda Vorþing DKG í Borgarnesi þann 9. maí næstkomandi. Deltadeild sér um umgjörð þingsins, en menntamálanefnd mun skipuleggja dagskrána. Þingið hefst að morgni og lýkur með sameiginlegum kvöldverði. B59 (hótel í Borgnarnesi) hefur gert Deltadeildinni gott tilboð í gistingu, sem gildir til 1. mars:

  • Tveggja manna herbergi með morgunverði og aðgangi að Lóu heilsulind 14.900.-
  • Eins manns herbergi með morgunverði og aðgangi að Lóu heilsulind 11.900.

Við reiknum með að flestar konur muni vilja gista aðfaranótt sunnudags, en einhverjar þurfa væntanlega að koma á föstudagskvöldinu og gista þá jafnvel tvær nætur.

Það er búið að opna fyrir pantanir á reception@b59hotel.is, sendið cc á hh@b59hotel.is. Vísið í pöntun Deltadeildar, gefið upp kennitölu, símanúmer og tegund herbergis.

Takið tímann frá og tryggið ykkur herbergi sem fyrst, ef þið ætlið að gista í Borgarnesi!