Yfirlýsing frá framkvæmdaráðsfundi 12.sept. 2015

Framkvæmdaráðsfundur Delta Kappa Gamma, félags kvenna í fræðslustörfum, haldinn í Hafnarfirði 12. september 2015, fagnar því að ríkisstjórn Íslands ætlar  að taka á móti flóttafólki frá stríðshrjáðum löndum. Jafnframt leggur fundurinn áherslu á mikilvægi þess að flóttafólkinu verði tryggt gott aðgengi að íslensku menntakerfi. Menntun er ein af meginforsendum þess að vel takist til með aðlögun flóttafólksins að íslensku samfélagi. Á sama tíma er mikilvægt að gefa fólkinu tækifæri til að miðla af eigin reynslu og þekkingu. Gagnkvæm virðing og þekking á ólíkum menningarheimum er forsenda fyrir umburðarlyndi og góðum samskiptum.