Vorþing 2018

Vorþingið 2018 verður haldið á Egislsstöðum (nánar tiltekið Egilsstaðaskóla) laugardaginn 5. maí og er undirbúningur í umsjá Zetadeildar ásamt Menntamálanefnd og landssambandsstjórn. 

Þema þingsins að þessu sinni er: Sköpun, gróska og gleði

Á þinginu verður rætt um sköpun frá ýmsum hliðum. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að vera forkólfar á sviði sköpunar, hafa sýnt frumkvæði og sköpunarkraft í störfum sínum víða um Austurland.

Dagskrá

10:00–10:30  Morgunhressing og skráning.
10:30–10:50  Þingsetning og ávarp: Jóna Benediktsdóttir forseti DKG á Íslandi.
10:50–11:20  Orkan í menningu og listum á Austurlandi. Signý Ormarsdóttir, yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú.
11:20–11:30  Tónlistaratrði.
11:30–12:00  Lunga skólinn á Seyðisfirði og forsagan. Aðalheiður Borgþórsdóttir fjármálastjóri Lunga og ein af stofnendum Lunga hátíðarinnar.
12:00–12:30  Samræða út frá erindum morgunsins.
12:30–13:30  Hádegisverður
13:30–14:00  Alþjóðasamtökin: DKG Carolyn Pittman Alþjóðaforseti.
14:00–14:10  Ávarp: Bjørg Nakling Evrópuforseti.  
14:10–14:40  Látum verkin tala. Ólöf Björk Bragadóttir myndlistarmaður og kennari við listnámsbraut Menntaskólans  á Egilsstöðum.
14:40–15:10  Tækni og listir í Verkmenntaskóla Austurlands, Fab Lab og Listaakademía. Lilja Guðný Jóhannesdóttir og Svanlaug Aðalsteinsdóttir 
15:10–15:50 Kaffi og samræður um erindi síðdegisins.
15:50–16:00 Samantekt á dagskrá og þingslit.

Að formlegri dagskrá lokinni, eða klukkan 18:00 er okkur boðið til móttöku á vegum Fljótsdalshéraðs. Móttakan fer fram í Safnahúsinu á Egilssstöðum þar sem Elsa Guðný Björgvinsdóttir safnvörður og Björn Ingimarsson bæjarstjóri ásamt fræðslustjóranum Helgu Guðmundsdóttur í Zetadeild taka á móti hópnum. Gott væri ef þær sem ekki ætla sér að mæta í móttökuna tilkynntu það til Helgu Magneu í Zetadeild (steinssonh@gmail.com). 

Að móttöku lokinni verður haldið í Gistihúsið á Egilsstöðum þar sem hátíðarkvöldverður hefst klukkan 19:30. Boðið verður upp á tvíréttaðan hátíðarkvöldverð þar sem aðalréttur verður: Lambasteik með steinseljurót, gulrótum, kartöflupressu, kremuðu hvítkáli og villisveppagljáa og í eftirrétt: Skyrmús með sultuðum berjum og hindberjasorbet. Yfir kvöldverðinum er gert ráð fyrir að sitthvað verði til skemmtunar í boði deildanna. 

Þeim konum sem óska eftir sérstöku matarræði er bent á að hafa beint samband við Gistihúsið á Egilsstöðum.

Skráning
Skráning á þingið fer fram með því að greiða inn á reikning landsambandsins nr. 546 26 2379; Kt. 491095-2379 og láta nafn og deild félagskonu koma fram sem skýringu. Gjaldið er 4500 kr ef aðeins er ætlunin að taka þátt í ráðstefnunni en 11.500 kr fyrir ráðstefnu og kvöldverð. Skráning þarf að fara fram fyrir 15.apríl.

Heimilt er að bjóða með sér gestum á þingdagskrána. Skráning gesta fer fram með sama hætti og félagskvenna inn á reikning landsambandsins og greiða þeir 4500 krónur. Jafnframt senda þeir póst á steinssonh@gmail.com og tilkynna þátttöku. Skráning gesta þarf að fara fram fyrir 1. maí

Dagskrá til útprentunar


Gisting
Gistihúsið á Egilsstöðum hefur boðið þinggestum á vorþinginu afslátt á gistingu 4.–6. maí og tekið frá herbergi fyrir okkur. 15 herbergi eru frátekin bæði 4. og 5. maí en eitthvað fleiri seinni daginn (5. maí).

Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði er 19.904 krónur fyrir nóttina og í eins manns herbergi er það 15.904 krónur nóttin (gistináttaskattur 333 krónur bætist við þessi verð). Hægt er að bóka herbergi með því að hafa samband við hótelið og taka fram að þetta sé vegna Delta Kappa Gamma.

Ekki er hægt að taka frá herbergin lengur en til 15. mars svo nú er um að gera að fara að skipuleggja ferðina og næla sér í örugga gistingu. Eftir 15. mars verða herbergin seld „á frjálsum“ markaði hverjum sem er en afslátturinn stendur þó til boða fyrir DKG konur meðan einhver herbergi eru á lausu.

Auk Gistihússins eru margir aðrir gistimöguleikar í boði samkvæmt meðfylgjandi vefslóðum:

http://www.visitegilsstadir.is/is/gisting/hotel-valaskjalf
http://www.visitegilsstadir.is/is/gisting/icelandair-hotel-herad
http://www.visitegilsstadir.is/is/gisting/birta-guesthouse 
http://www.visitegilsstadir.is/is/gisting/guesthouse-olga 
http://www.visitegilsstadir.is/is/gisting/lyngas-guesthouse

Konur eru hvattar til að fara að huga að skemmtilegri ferð og samveru í fallegu umhverfi með spennandi dagskrá frá heimakonum!


Síðast uppfært 24. apr 2018