Vorþing 2020

Eins og fram hefur komið hefur vorráðstefna samtakanna verið færð til 12. september og verður haldin á B59 hótelinu í Borgarnesi. Drög að dagská voru komin fram áður en færa þurfti ráðstefnuna til í tíma og er það von okkar að hún haldist óbreytt í meginatriðum.

Dagskrá
Fyrir hádegi:
Falsfréttir og fjölmiðlalæsi.
Elva Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar

Falsfréttir og fjölmiðlar.
Sigríður Hagalín, fréttakona

Umræður í hópum um spurningar úr fyrirlestrum. Samantekt á niðurstöðum umræðna.

Eftir hádegi:

Barnvænt samfélag - innleiðing Barnasáttmálans í Borgarbyggð.
Nemendur úr Grunnskóla Borgarfjarðar og fulltrúi sveitarfélags

Samstarf Grunnskóla Borgarfjarðar Hvanneyrardeildar og leikskólans Andabæjar við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fulltrúar úr skólunum

Ráðstefnugjaldið er 6000 krónur og eru kaffitímarhádegishressing og kvöldverður á laugardagskvöldinu innifalinn. Opnað hefur verið fyrir skráningu en hún fer fram með þeim hætti að greitt er inn á reikning landsambandsins sem er: 546-26-2379 og kennitalan er: 491095-2379.


Minnt er á að bókanir ráðstefnugesta á hótelherbergjum fyrir gistingu hafa verið fluttar á nýju dagsetninguna til samræmis.

Tekið skal fram að þær sem áttu pantaða gistingu en geta EKKI komið á þessari nýju dagsetningu þurfa sjálfar að hafa samband við hótelið og afpanta herbergin. Tölvupóstfangið er reception@b59hotel.is eða hh@b59hotel.is


Síðast uppfært 22. maí 2020