Vorráðstefna 2020

Vorráðstefnu samtakanna sem halda átti í Borgarnesi í maí 2020 var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Drög að dagská voru komin fram áður en aflýsa þurfti ráðstefnunni og má sjá þau hér að neðan. Þar sem ekki tókst að halda ráðstefnuna var brugðið á það ráð að taka upp fyrirlestra aðalfyrirlesaranna og má hlusta á þá með því að smella á linkana hér að neðan. 

Dagskrá
Fyrir hádegi:
Falsfréttir og fjölmiðlalæsi. (upptaka af fyrirlestri)
Elva Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar

Falsfréttir og fjölmiðlar. (upptaka væntanleg)
Sigríður Hagalín, fréttakona 

Umræður í hópum um spurningar úr fyrirlestrum. Samantekt á niðurstöðum umræðna.

Eftir hádegi:

Barnvænt samfélag - innleiðing Barnasáttmálans í Borgarbyggð.
Nemendur úr Grunnskóla Borgarfjarðar og fulltrúi sveitarfélags

Samstarf Grunnskóla Borgarfjarðar Hvanneyrardeildar og leikskólans Andabæjar við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fulltrúar úr skólunum

Ráðstefnugjaldið er 6000 krónur og eru kaffitímarhádegishressing og kvöldverður á laugardagskvöldinu innifalinn. Opnað hefur verið fyrir skráningu en hún fer fram með þeim hætti að greitt er inn á reikning landsambandsins sem er: 546-26-2379 og kennitalan er: 491095-2379.


Minnt er á að bókanir ráðstefnugesta á hótelherbergjum fyrir gistingu hafa verið fluttar á nýju dagsetninguna til samræmis.

Tekið skal fram að þær sem áttu pantaða gistingu en geta EKKI komið á þessari nýju dagsetningu þurfa sjálfar að hafa samband við hótelið og afpanta herbergin. Tölvupóstfangið er reception@b59hotel.is eða hh@b59hotel.is


Síðast uppfært 14. okt 2020