International Scholarship styrkurinn - umsóknarfrestur til 1. febrúar

Vakin er athygli á því að frestur til að  sækja um Scholarship styrk á þessu ári er til 1. febrúar. Þessi sjóður styrkir mastersnema um 6.000 dollara og doktorsnema um 10.000 dollara ár hvert. Umsóknareyðublöð má nálgast á alþjóðavefnum. Til gamans má geta þess að í fyrravor (2019) fékk Aníta Jónsdóttir í Betadeild þennan styrk en að jafnaði eru veittir 30 styrkir til mastersnema ár hvert, þannig að "miði er möguleiki".