Rannveig Sigríður Sigurðardóttir félagi í Gammadeild er látin

Rannveig S. Sigurðardóttir, stofnfélagi í Gammadeild og aldursforseti er látin 102 ára að aldri. Hún var í fyrsta hópi handavinnukennara sem lauk námi frá Myndlista-og handíðaskólanum árið 1949. Kenndi hún handavinnu í þrjátíu og þrjú ár, fyrst við Gagnfræðaskóla verknáms Brautarholti og Ármúla, og síðar við Hagaskóla.

Rannveig var virk í starfi Gammadeildar frá stofnun árið 1977 allt þar til á jólafundi deildarinnar í desembermánuði síðastliðnum sem var hennar síðasti fundur með Gammsystrum.
Viðtal við Rannveigu birtist í vorfréttabréfi DKG 2021, þar segir hún frá viðburðarríkri ævi sinni. Gammasystur kveðja Rannveigu með söknuði og þakka henni góða samfylgd.

Við, félagar í Delta Kappa Gamma, minnumst Rannveigar með þakklæti og virðingu og vottum aðstandendum hennar dýpstu samúð.

Útför Rannveigar verður gerð frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 1. mars og hefst klukkan 13:00