Skráning hafin á "vorráðstefnuna" í haust

Skráning er hafin á ráðstefnuna sem haldin verður 12. september. Ráðstefnugjaldið er 6000 krónur og er hádegishressing, kaffitímar og kvöldverður á laugardagskvöldinu innifalinn. Skráning fer fram með þeim hætti að greitt er inn á reikning landsambandsins sem er: 546-26-2379 og kennitalan er: 491095-2379.
Minnt er á að bókanir ráðstefnugesta á hótelherbergjum fyrir gistingu hafa verið fluttar á nýju dagsetninguna til samræmis.

Tekið skal fram að þær sem áttu pantaða gistingu en geta EKKI komið á þessari nýju dagsetningu þurfa sjálfar að hafa samband við hótelið og afpanta herbergin. Tölvupóstfangið er reception@b59hotel.is eða hh@b59hotel.is

Dagskrá og nánari upplýsingar eru á þessari slóð.