Fréttir

Tungumálatorg

Á Degi íslenskarar tungu var opnað Tungumálatorg á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Etasystir okkar Brynhildur Anna Ragnarsdóttir kynnti verkefnið ásamt Þorbjörgu St. Þorsteinsdóttur. Þær hafa átt veg og vanda að undirbúningi þess og fjölluðu um þróun þess og ávinning.
Lesa meira

Stuðningur við alþjóðlegu tungumálamiðstöðina.

Minnum á að hægt er að styðja við alþjóðlegu tungumálamiðstöðina, sem Vigdís Finnbogadóttir hefur beitt sér fyrir, t.d. með því að kaupa bókina Tungumál ljúka upp heimum. Orð handa Vigdísi eða gjafaöskuna með gjafakortum íslenskra myndlistakvenna.
Lesa meira

Hugmyndir óskast

Óskað er eftir hugmyndum frá okkur á Íslandi, að vinnustofum og fyrirlestrum / fyrirlesurum á Evrópuráðstefnuna í Baden Baden  sem fyrst og í allra síðasta lagi fyrir 15. desember (samanber fréttina hér á undan).
Lesa meira

Fundur í European Forum nefndinni

Fundur var haldinn í European Forum nefndinni dagana 5.–7. nóvember í Freudenstadt í Þýskalandi. Ingibjörg Jónasdóttir sótti fundinn fyrir Íslands hönd að þessu sinni og er fundargerðin komin á vef European Forum.
Lesa meira

Evrópu þingið í Baden-Baden/Steinbach, 3.–6. ágúst.

Delta Kappa Gamma systur okkar í Þýskalandi ásamt Kate York Evrópuforseta vinna nú að því hörðum höndum að skipuleggja næsta Evrópuþing sem haldið verður í Baden-Baden/Steinbach, 3.–6. ágúst 2011.
Lesa meira

Hátíðarfundur Alfadeildar

Í tilefni af 35 ára afmælis Alfadeildar verður hátíðarfundur í Þjóðmenningarhúsinu, laugardaginn 13. nóvember, kl. 11:00 – 13:00. Fundurinn verður tileinkaður þeim tímamótum að 30 ár eru liðin frá því  Frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi Delta Kappa Gamma, var fyrst kjörin forseti. Til umræðu á fundinum verður málefni sem henni hefur lengi verið hugleikið þ.e. mikilvægi þess að kenna börnum rökræður. Sjá meðfylgjandi dagskrá.
Lesa meira

Stofnfundur Lambdadeildar

11. deild samtakanna, Lambda, var stofnuð í sal Menntasviðs Reykjavíkur að Fríkirkjuvegi 1 í gær, fimmtudaginn 28. október, við hátíðlega athöfn. Iðunn Antonsdóttir er formaður nýrrar deildar og með henni í stjórn verða Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Ólöf S. Sigurðardóttir og Rannveig Hafberg.
Lesa meira

Alfadeildin 35 ára

Laugardaginn 13. nóvember kl. 11-14,  fagnar Alfadeildin 35 ára afmæli sínu í Þjóðmenningarhúsinu og verður fundurinn opinn öllum DKG konum.
Lesa meira

Takið frá dagana 6.-8. maí 2011

Landssambandsþing DKG verður haldið á Suðurnesjum þessa helgi. Biðjum við konur um að merkja strax við þessa daga, því þetta verður ógleymanlegt þing. Nánar um það síðar.
Lesa meira

Stofnfundur nýrrar deildar

Stofnfundur nýrrar deildar, Lambdadeildar, verður 28. október 2010 kl. 20 á Fríkirkjuvegi 1, Reykjavík (gamla Miðbæjarskólanum). Hrönn Bergþórsdóttir, aðstoðarskólastjóri mun segja frá niðurstöðum könnunar á líðan annarra starfsmanna í skólum, en hún lauk mastersprófi í haust. Allar félagskonur í Delta Kappa Gamma eru velkomnar á fundinn.
Lesa meira