29.10.2010
11. deild samtakanna, Lambda, var stofnuð í sal Menntasviðs Reykjavíkur að Fríkirkjuvegi 1 í gær, fimmtudaginn 28. október, við
hátíðlega athöfn. Iðunn Antonsdóttir er formaður nýrrar deildar og með henni í stjórn verða Ingibjörg
Ásgeirsdóttir, Ólöf S. Sigurðardóttir og Rannveig Hafberg.
Lesa meira
24.10.2010
Laugardaginn 13. nóvember kl. 11-14, fagnar Alfadeildin 35 ára afmæli sínu í Þjóðmenningarhúsinu og verður fundurinn opinn
öllum DKG konum.
Lesa meira
21.10.2010
Landssambandsþing DKG verður haldið á Suðurnesjum þessa helgi. Biðjum við konur um að merkja strax við þessa daga, því þetta
verður ógleymanlegt þing. Nánar um það síðar.
Lesa meira
28.10.2010
Stofnfundur nýrrar deildar, Lambdadeildar, verður 28. október 2010 kl. 20 á Fríkirkjuvegi 1, Reykjavík (gamla Miðbæjarskólanum).
Hrönn Bergþórsdóttir, aðstoðarskólastjóri mun segja frá niðurstöðum könnunar á líðan annarra starfsmanna
í skólum, en hún lauk mastersprófi í haust.
Allar félagskonur í Delta Kappa Gamma eru velkomnar á fundinn.
Lesa meira
14.10.2010
Landssöfnun Skottanna og aðildarfélaga þeirra gegn kynferðisofbeldi fer fram 16. október 2010 frá kl. 10:00–18:00. Salan fer fram í verslunum,
verslunarkjörnum og öðrum fjölförnum stöðum um land allt. Barmmerkið Kynjagleraugun (1000 krónur) verður boðið til sölu en einnig
bókin Á mannamáli (3000 krónur).
Lesa meira
11.10.2010
Alþjóðleg ráðstefna í Reykjvaík um kynferðisofbeldi í tilefni af Kvennafrídeginum.
24. október 2010 í Háskólabíó frá kl. 10:00 – 17:00.
Lesa meira
11.10.2010
Norrænar konur gegn ofbeldi, regnhlífarsamtök 230 norrænna kvennaathvarfa og Stígamót boða til ráðstefnu um nauðganir á Hótel
Loftleiðum þann 22. – 23. okt. 2010.
Lesa meira
05.10.2010
Fundargerð framkvæmdaráðsfundarins 4. september 2010 er komin á vefinn.
Lesa meira
30.09.2010
Föstudaginn 1. október verður haldið málþing um ástir og átök kvennabaráttunnar á Íslandi, í
stofu 132 Öskju, kl. 14.00-16.00. Samstarfsaðilar um málþingið eru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) og Skotturnar,
regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi. Tilefnið er Kvennafrídagurinn sem haldinn verður í þriðja sinn þann 25. október
2010.
Lesa meira
26.09.2010
Leiðtoganámskeiðið: Becoming Educators of Excellence var haldið 24.- 25.sept. 12 konur sóttu námskeiðið og áttu yndislega og uppbyggilega daga.
Aðalleiðbeinandi var Barbara Whiting frá Bandaríkjunum.
Lesa meira