Fréttir

Landsöfnun gegn kynferðisofbeldi

Landssöfnun Skottanna og aðildarfélaga þeirra gegn kynferðisofbeldi fer fram 16. október 2010 frá kl. 10:00–18:00. Salan fer fram í verslunum, verslunarkjörnum og öðrum fjölförnum stöðum um land allt. Barmmerkið Kynjagleraugun (1000 krónur) verður boðið til sölu en einnig bókin Á mannamáli (3000 krónur).
Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík um kynferðisofbeldi

Alþjóðleg ráðstefna í Reykjvaík um kynferðisofbeldi í tilefni af Kvennafrídeginum. 24. október 2010 í Háskólabíó frá kl. 10:00 – 17:00.
Lesa meira

Ráðstefna um nauðganir

Norrænar konur gegn ofbeldi, regnhlífarsamtök 230 norrænna kvennaathvarfa og Stígamót boða til ráðstefnu um nauðganir á Hótel Loftleiðum þann 22. – 23. okt. 2010.
Lesa meira

Fundargerð síðasta framkvæmdaráðsfundar

Fundargerð framkvæmdaráðsfundarins 4. september 2010 er komin á vefinn.
Lesa meira

Ástir og átök. Kvennabaráttan þá og nú.

Föstudaginn 1. október verður haldið málþing um ástir og átök kvennabaráttunnar á Íslandi, í stofu 132 Öskju, kl. 14.00-16.00. Samstarfsaðilar um málþingið eru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi. Tilefnið er Kvennafrídagurinn sem haldinn verður í þriðja sinn þann 25. október 2010.
Lesa meira

Leiðtoganámskeiði lokið

Leiðtoganámskeiðið: Becoming Educators of Excellence var haldið 24.- 25.sept. 12 konur sóttu námskeiðið og áttu yndislega og uppbyggilega daga. Aðalleiðbeinandi var Barbara Whiting frá Bandaríkjunum.
Lesa meira

Leading out Loud / Amanda Gore

Mánudagskvöldið 27. september mun Barbara Whiting kynna hugmyndafræði Amöndu Gore frá Ástralíu sem er heimsþekktur fyrirlesari og eftirsóttur leiðbeinandi fyrir leiðtoga.
Lesa meira

Gönguhópurinn dustar rykið af gönguskónum :-)

Gönguhópur DKG sem stofnaður var síðastliðinn vetur mun halda áfram starfsemi sinni í vetur og mun ganga þriðja þriðjudag í hverjum mánuði. Fyrsta gangan verður á morgun, þriðjudaginn 21. september og er mæting hjá Perlunni kl. 17:30.
Lesa meira

Kvennafrídagurinn 24. október 2010

Við í DKG hér á Íslandi höfum hafið samvinnu við Skotturnar, sem eru opinn samstarfsvettvangur kvenna, sprottinn upp úr grasrót íslensku kvennahreyfingarinnar. Honum er ætlað að virkja allar konur til aðgerða í þágu jafnréttisbaráttu kvenna, með kvennafrídaginn sem útgangspunkt. Sjá nánar: http://kvennafri.is/skotturnar.
Lesa meira

Alþjóðadagur læsis – 8. september

Sameinuðu þjóðirnar gerðu 8. september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Það var þó ekki fyrr en árið 2009 að Háskólinn á Akureyri og Amtsbókasafnið efndu til samvinnu í því skyni að vekja athygli á mikilvægi læsis fyrir líf og starf.
Lesa meira