07.10.2012
Næsta ferð hjá gönguhóp er 9. október næstkomandi klukkan 17:30. Þetta er tilraun og bara skemmtilegt fyrir þær sem geta mætt, en
látið þetta berast. Til stendur að fá sér súpu saman á Nauthól eftir gönguna og spjalla saman.
Þær sem mættu síðastliðinn þriðjudag nutu þess að ganga saman , þrátt fyrir hvassviðrið.
Lesa meira
05.10.2012
Til hamingju með daginn kennarar!
Í dag, 5. október er alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur um allan heim. Þennan dag nota þeir samtakamátt sinn til að
tryggja að hugað sé að þörfum barna fyrir menntun í nútíð og framtíð. Um leið er 5. október tákn þess að
við kunnum að meta mikilsvert framlag kennara til menntunar, framþróunar samfélaga og þroskunar einstaklinga. Yfirskrift dagsins í ár er þessi:
Sköpum framtíð: Fjárfestum í kennurum án tafar.
Hér má lesa hugleiðingar forseta alþjóðasambandsins í tilefni
dagsins.
Lesa meira
03.10.2012
Nýjasta eintakið af Euforia er komið á vefinn! Vakin er athygli á örstuttri kynningu um Evrópuþingið
næsta sumar sem fylgir með blaðinu.
Lesa meira
03.10.2012
Landssöfnun Rauða krossins "Göngum til góðs" fyrir börn í neyð fer fram 6. október. Auðvelt er að leggja málinu lið með
því að gerast sjálfboðaliði í rúma klukkustund.
Lesa meira
01.10.2012
Þá er komið að því. Margrét Jónsdóttir íþróttakennari er tilbúin að spássera með okkur DKG
konur um Öskjuhlíðina, einu sinni í viku og láta okkur gera nokkrar sveiflur í leiðinni.
Fyrsta gönguferðin verður farin miðvikudaginn 03. október klukkan 17:30 frá Nauthóli í Nauthólsvík. Í
þeirri gönguferð verður ákveðið, hvernig framhaldinu verður háttað.
Lesa meira
25.09.2012
Í nýjasta hefti Bulletin
blaðsins er að finna viðtal Dr. Sigrúnar Klöru Hannesdóttur í Alfadeild við Dr. Allyson Mcdonald prófessor á Menntavísindasviði
Háskóla Íslands. Viðtalið ber heitið Learning and Living Internationally . . . With a Finger on the Future og er að finna á bls. 49.
Lesa meira
03.09.2012
Hressar DKG skelltu sér í skemmtiskokkið " FUN RUN " í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst síðastliðinn.
Lesa meira
10.08.2012
Á alþjóðasambandsþinginu sem haldið var í New York núna í lok júlímánaðar var kosinn nýr
alþjóðaforseti til næstu tveggja ára og ný stjórn
alþjóðasambandsins. Það var Dr. Beverly H. Helms sem var kosinn forseti og má lesa ræðuna sem hún flutti við það
tækifæri hér. Einkunnarorð hennar fyrir næstu tvö
árin eru: Sharing out Vision. Strenghtening our Society.
Þess má einnig geta að ný stjórn í Evrópu Forum fyrir næstu tvö árin (2012–2014) hefur verið kosin og má
sjá hverjir sitja í þeirri stjórn á Evrópuvefnum.
Lesa meira
27.06.2012
Föstudaginn 29. júní nk. fer fram doktorsvörn við Læknadeild Háskóla Íslands. Þá ver Elín Ólafsdóttir
doktorsritgerð sína „Áhrif efnaskipta- og umhverfisþátta á myndun sykursýki af tegund 2 og breytingar á dánartíðni tengdar
sykursýki á tímabilinu 1993 til 2004.
Lesa meira
22.06.2012
Vorhefti fréttabréfsins okkar árið 2012 er komið á vefinn, stútfullt af efni.
Fréttabréfið má nálgast undir hlekknum Útgáfumál hér til hliðar í veftrénu, eða á þessari slóð
Lesa meira