Fréttir

Ingibjörg Einarsdóttir hlýtur fálkaorðuna

Í dag, 1. janúar 2013, sæmdi Ólafur Ragnar Grímsson tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Í þeim hópi var Ingibjörg Einarsdóttir félagi í Gammadeild en hún hlaut orðuna fyrir framlag til eflingar á lestrarhæfni grunnskólanema en Ingibjörg er ein af frumkvöðlum „Stóru upplestrarkeppninnar“ sem haldin er ár hvert í grunnskólum landsins. 
Lesa meira

Voðaverkin í Connecticut

Voðaverkin sem framin voru í Sandy Hooks barnaskólanum í Newtown, Connecticut í Bandaríkjunum hafa varla farið fram hjá neinum. Forseti Evrópuforum, Marika Heimbach, sendi eftirfarandi bréf fyrir okkar hönd til Marnee Straiton, landsambandsforseta í Connecticut:   
Lesa meira

Fréttabréfið í Texas

Lone Star news - fréttabréf DKG systra í Texas er komið á vefinn. Þar má m.a. finna frásögn frá heimsókn Karen Walker í Zeta Epsilon deildinni hingað til Íslands þar sem hún hitti Sigríði Rögnu landsambandsforseta og Sigrúnu Klöru í Alfadeild :-)
Lesa meira

Pre conference í Amsterdam, þriðjudaginn 6. ágúst 2013. Yfirskrift dagsins er

Hefur þú áhuga á að taka þátt í þessum degi með því að deila með öðrum hugmyndum, sem þú ert að fjalla um í námi eða starfi? Láttu okkur vita fyrir 5. desember. Við erum að skipuleggja áhugaverðan dag þar sem DKG konur frá Evrópu fá tækifæri til að ræða saman um "menntun fyrir alla". Nefnd Evrópu Forum ij@host.is
Lesa meira

Takmarkinu náð!

Við DKG systur á Íslandi getum heldur betur verið stoltar af okkur núna, því í dag náðist það takmark að fá viðurkenningu frá alþjóðasambandinu á alla okkar deildarvefi auk landsambandssíðunnar. :-) Þetta verður okkur vonandi hvatning til að halda vefsíðum okkar við og setja inn efni reglulega, þannig að eftir tvö ár verði það bara „formsatriði“ að sækja um viðurkenninguna!
Lesa meira

Félagatalið uppfært komið á vefinn

Nú er búið að uppfæra félagatalið og setja það hér á vefinn undir krækjunni Félagar. Ef enn leynast villur í skránni eru félagskonur vinsamlegast beðnar um að senda leiðréttingu til Elínborgar Sigurðardóttur formanns Félaga- og útbreiðslunefndar á netfangið elinborg@skolasud.is  
Lesa meira

Frá fundi í félaga- og útbreiðslunefnd

Kristín Jónsdóttir í Gammadeild situr í alþjóðlegu félaga- og útbreiðslunefndinni sem fulltrúi Evrópu. Hún hefur tekið saman pistil um fund sem hún sótti til Austin í Texas í lok september og er hann kominn á vefinn á þessari slóð. Fljótlega er von á fleiri slíkum pistlum um starfið í alþjóðlegu nefndunum, en eins og sjá má á þessari síðu, sitja sjö íslenskar konur í alþjóðlegum nefndum árin 2012–2014.
Lesa meira

Kristín Steinarsdóttir í Etadeild látin

Kristín Steinarsdóttir, félagi í Eta deild frá 2004, lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. nóvember síðastliðinn eftir erfið veikindi. Við Delta Kappa Gamma systur minnumst hennar með þakklæti í huga fyrir vel unnin störf í okkar þágu og vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð.  Guð blessi Kristínu Steinarsdóttur.
Lesa meira

Alþjóðasambandsþingið í New York

Síðastliðið sumar var alþjóðasambandsþing DKG haldið í New York. Þingið sátu níu konur frá Íslandi. Guðbjörg Sveinsdóttir í Þetadeild, gjaldkeri landssamtakanna, var ein af þessum konum. Hún hefur nú tekið saman stuttan og fræðandi pistil um ferðina sem gaman er að kynna sér.
Lesa meira

Betasystur fá góða gesti

Á fyrsta fundi Betadeildar þetta haustið var ákveðið að nefna þema vetrarins: „Konur fræða konur“. Ætlunin er að vinna út frá 7. markmiði samtakanna sem hljóðar svona:  Að fræða félagskonur um það sem efst er á baugi í efnahagsmálum, félagsmálum, stjórnmálum og menntamálum og stuðla með því að vaxandi skilningi og virkri þátttöku þeirra í samfélagi þjóðanna.
Lesa meira