26.07.2013
Dagskrá Pre-Conference Seminar sem haldið
verður þriðjudaginn 6. ágúst 2013, frá kl. 9:00 – 16:00, er nú tilbúin til útprentunar. Umræðuefni dagsins verður eins og kynnt hefur verið
áður: Menntun fyrir
alla (Education for everyone). Við vonumst
eftir góðri umræðu og skoðanaskiptum.
Lesa meira
23.07.2013
Vorfréttabréfið okkar er komið út og er hægt að nálgast það hér á vefnum.
Vakin er athygli á að hægt er að nálgast skýrslur deilda og nefnda frá því á síðasta landsambandsþingi á sama
stað.
Lesa meira
11.07.2013
Eftirfarandi bréf barst til okkar DKG hér á Íslandi í gær:
I am member of Delta Kappa Gamma (Alpha Kappa chapter/Mu State USA) who will visit Reykjavik August 9-10. I would like to meet members of Delta Kappa Gamma. If you or your DKG sisters will be
available August 10, please reply. I will stay at the Center Hotel Plaza. I know my time in Reykjavik coincides with the DKG European regional conference in Amsterdam; however, I hope some members
will still have time to meet with me.
Thank you, Gale A. Workman, Ph.D. gale_workman@hotmail.com
Lesa meira
10.07.2013
Júlí - ágústheftið af Strenghtening the Buzz er komið á vefinn hér undir Útgáfumál - The Buzz
Lesa meira
03.07.2013
Þær sem ætla á Evrópuþingið til Amsterdam eru minntar á að skrá sig fyrir 7. júní. Eftir þann tíma hækkar
gjaldið úr 99 evrum í 150.
Lesa meira
02.07.2013
Á undan Evrópuþinginu í sumar, þriðjudaginn 6. ágúst, heldur Forum nefndin „Pre Conference“. Umræðuefnið er
Menntun fyrir alla. Þar munu verða innlegg nokkurra landa um það sem er efst á baugi í Evrópulöndum. Þær sem ætla
að taka þátt eru beðnar að tilkynna þátttöku til Ingibjargar Jónasdóttur á netfangið ij@host.is.
Gjaldið fyrir daginn, 20 Evrur, er innheimt við upphaf dagskrár og er hádegismatur innifalinn.
Nánar má lesa um starfsemi Evrópuforum í pistli frá formanni þess, Ingibjörgu Jónasdóttur.
Lesa meira
06.06.2013
Júní- heftið af Euforia er komið á vefinn. Þar má finna
kynningar á nýjum landsambandsforsetum á Evrópusvæðinu, umfjöllun um landsambandsþing nokkurra landsambanda ásamt ýmsu fleira efni.
Lesa meira
28.05.2013
Í dag bjó ég til lokaðan hóp á Facebook fyrir okkur DKG konur á Íslandi (tengillinn er hér neðst í veftrénu til visntri).
Þetta er lokaður hópur en þó ekki lokaðri en svo að allir meðlimir eiga að geta bætt öðrum DKG konum inn í hópinn.
Hópnum er ætlað að vera vettvangur fyrir óformlega samskipti okkar DKG kvenna á milli. Látið þetta endilega berast okkar á milli og vonandi
höfum við eitthvert gagn og gaman af :-) Eygló vefstjóri
Lesa meira
24.05.2013
Á vef alþjóðasambandsins er nú könnun í gangi um ýmsa þætti sem lúta að framkvæmd svæðaráðstefna
(í okkar tilfelli Evrópuráðstefna). Endilega farið á vefinn og svarið þessum örfáu spurningum sem í könnuninni
eru. Þið finnið hana á þessari slóð: http://www.surveymonkey.com/S/CX2JSSN
Lesa meira
13.05.2013
Þórunn Bergsdóttir, ein úr hópi stofnfélaga Betadeildar lést aðfararnótt laugardagsins 11. maí eftir erfið veikindi. Við
minnumst hennar með söknuði og þakklæti í huga fyrir vel unnin störf í okkar þágu og þökkum henni samfylgdina. Jafnframt sendum
við aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guð blessi Þórunni Bergsdóttur.
Lesa meira