Fréttir

Ný Euforia komin á vefinn

Nú er fyrsta eintakið af Euforia 2014 komið á vefinn á þessari slóð.  
Lesa meira

Seminar in Purposeful Living

Í tengslum við þing alþjóðasambandsins næsta sumar býður Educational Foundation upp á „Seminar in Purposeful living“. Ráðstefnan er haldin í Ft. Wayne, Indiana dagana 23.-26. júlí (þingið sjálft hefst 28. júlí). Hægt er að skrá sig hér, en skráningarfrestur er til 1. maí. Nánari upplýsingar hér. 
Lesa meira

Global Awareness Committee

Ágætu DKG systur Nýlega fékk ég sent bréf frá Dr. Barbara Baethe sem situr í nýrri nefnd sem samþykkt var í Texas í júní 2013 og heitir Global Awareness Committee.  Eitt af markmiðum nefndarinnar fyrir 2013-1015 er „Cultivate member participation in Delta Kappa Gamma's global mission“.
Lesa meira

Gisting á vorþinginu á Ísafirði 10 maí næstkomandi

Nú hafa borist tilboð í gistingu  vegna vorþingsins á Ísafirði 10. maí næstkomandi. Við eigum frátekin herbergi á nokkrum gististöðum á Ísafirði sem verður haldið lausum fyrir okkur til 12. febrúar. Við biðjum ykkur um að kynna ykkur tilboðin og panta sem fyrst til að fá örugga gistingu. Tilboðin má nálgast á síðunni Vorþing 2014
Lesa meira

Fréttabréf MU State í Flórída

Fréttabréf DKG systra í MU State Flórída er komið á vefinn. Hér má nálgast fréttabréfið.
Lesa meira

Soffía Vagnsdóttir sæmd fálkaorðunni

Soffía Vagnsdóttir Iotasystir og skólastjóri í Bolungarvík var í dag sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. Soffía fékk orðuna fyrir framlag til félagsmála og menningar í heimabyggð. Við óskum Soffíu innilega til hamingju með þessa viðurkenningu :-)
Lesa meira

Frá formanni Evrópu Forum

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Mikilvægt er að efla samstarf Evrópu innan DKG. Ein leið er að löndin verði sýnilegri á sameiginlegu vefsvæði okkar, Evrópuvefnum. Hvet ég konur til að skoða hann og koma með tillögur um hvernig hægt er að gera hann virkari, http://dkgeurope.org. Bestu kveðjur  Ingibjörg Jónasdóttir, formaður Evrópu Forum
Lesa meira

Leiðarstjarnan

Fundur var haldinn í Epsilondeild laugardaginn 16. nóvember 2013 í Vatnsholti í Flóa. Sigrún Jóhannesdóttir úr Deltadeild kom á fundinn og kynnti fyrir okkur námskeið um markmið og leiðir til að efla innra starf deilda sem hún hefur þróað og nefnir Delta Kappa Gamma stjarnan eða „Leiðarstjarnan.“ Við byrjuðum á að ræða saman í litlum hópum hvernig við vildum hafa fundina ef við breyttum einhverju en vorum sammála um að við værum frekar ánægðar með okkar starf.
Lesa meira

Fréttabréfið komið í lag

Í gær var tæknin eilítið að stríða okkur þannig að fréttabréfið í heppilegri útgáfu til að lesa beint á vefnum var ekki í lagi. Nú erum við búnar „að ná tökum á tækninni“ og ekkert því til fyrirstöðu að lesa fréttablaðið beint á vef. Vonum að þið njótið :-) http://dkg.muna.is/static/files/skjol_landsamband/utgafa_blod_frettabref/frettabref_haust_2013.pdf
Lesa meira

Haustfréttabréfið 2013

Nú er hausteintakið af fréttabréfinu okkar 2013 komið á vefinn, stútfullt af efni. Það má skoða beint á vefnum en einnig er þar prentvæn útgáfa sem hentar til að prenta út fyrir þær sem ekki hafa aðgang að vefnum. Við óskum nýju ritnefndinni til hamingju með flott fréttabréf :-)
Lesa meira