Fréttir

Gummi fer í fjöruferð

Dagbjört Ásgeirsdóttir í Mýdeild er að senda frá sér sína þriðju barnabók nú fyrir jólin. Bókin sem ber heitið Gummi fer í fjöruferð er gefin út af Óðinsauga útgáfu. Bókin er sjálfstætt framhald fyrri bóka Dagbjartar; Gummi fer á veiðar með afa og Gummi og dvergurinn úrilli. Við óskum Dagbjörtu innilega til hamingju með bókina.
Lesa meira

Til hamingju Þetadeild

Þetadeild sem staðsett er á Suðurnesjum er 15 ára í dag, en hún var stofnuð 26. nóvember 1998. Við óskum deildinni til hamingju með afmælið :-)
Lesa meira

Membership Memo

Kristín Jónsdóttir í Gammadeild situr í alþjóðlegu nefndinni, Membership Committee. Annan hvern mánuð gefur nefndin út lítið fréttabréf sem ber heitið Membership Memo. Í síðasta tölublaði (nóv/des) skrifaði Kristín grein í blaðið um stofnun nýrra deilda.
Lesa meira

Kristín Jóhannesdóttir í Alfadeild hlýtur viðurkenningu

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu afhenti Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, Kristínu Jóhannesdóttur í Alfadeild viðurkenningu. Viðurkenningin var afhent á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar sem haldið var fimmtudaginn 14. nóvember 2013 í bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu en þema þess var Íslenska sem annað mál og börn með erlendan bakgrunn í íslensku skólakerfi​.
Lesa meira

Vel heppnuð ráðstefna

Þær Iotasystur stóðu fyrir ráðstefnunni „Á flekamótum“ í lok október. Ráðstefnan var vel heppnuð og við gefum þeim Iotasystrum orðið:
Lesa meira

Fleiri bækur úr smiðju DKG kvenna

Aðalheiður Skarphéðinsdóttir félagi í Lambdadeild, grafíklistakona og myndlistarkennari var einnig að gefa út bók á dögunum í félagi við eiginmann sinn. Bókin er ljóðabók fyrir börn og heitir Ljúflingsljóð. Lárus Jón Guðmundsson eiginmaður Aðalheiðar orti ljóðin og Aðalheiður myndskreytti. Hægt er að skoða sýnishorn úr bókinni á vefnum. Við óskum þeim til hamingju með bókina!
Lesa meira

Rauðar rósir

Á Evrópuráðstefnunni í Amsterdam síðastliðið sumar fengum við kynningu á verkefni sem verið er að vinna hjá DKG í Eistlandi. Margarita Hanschmidt fyrrverandi landssambandsforseti DKG í Eistlandi er í forsvari fyrir þessu verkefni sem felst í því að virkja atvinnulausar rússneskar konur sem búa í Eistlandi en eru í raun utan við samfélagið þar sem þær tala ekki eistnesku og hafa litla tekjumöguleika. En þessar konur eru mjög handlagnar og Margarita kom með nokkrar rósir sem þær höfðu saumað. Við vorum þó nokkrar sem keyptum rósir af henni í Amsterdam.
Lesa meira

Fleiri fulltrúar frá Evrópu

Rétt er að geta þess að í viðbót við þær Sjöfn Sigurbjörnsdóttur og Marianne Skardeus voru tvær aðrar evrópskar konur tilnefndar í stjórn alþjóðasambandsins. Það eru þær Gisela Baronin von Engelhardt frá Þýskalandi og Kathrin Hodgson frá Bretlandi sem hafa verið tilnefndar í  Finance Committee. Við óskum þeim einnig til hamingju!
Lesa meira

Uppstillingarnefnd alþjóðasambandsins hefur lokið störfum

Uppstillingarnefnd alþjóðasambandsins hefur nú lokið störfum og búið er að birta listann yfir hvaða konur verða í stjórn alþjóðasambandsins. Það er ánægjulegt að tilkynna að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir í Alfadeild er tilnefnd í uppstillingarnefndina. Við óskum Sjöfn til hamingju með það :-)
Lesa meira

Auður Torfadóttir í Etadeild hlýtur alþjóðlega viðurkenningu FIPLV

Alþjóðleg samtök tungumálakennara, The International Federation of Language Teacher Associations (FIPLV), sem hefur aðsetur í París, veittu Auði Torfadóttur formanni Etadeildar og fyrrverandi dósent í ensku við Kennaraháskóla Íslands, alþjóðleg verðlaun samtakanna fyrir árið 2013. Þetta var ákveðið á fundi samtakanna fyrir skemmstu.  STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi (http://stil-is.weebly.com/) tilnefndu Auði til verðlaunanna vegna margvíslegra starfa hennar í þágu tungumálakennslu á Íslandi.
Lesa meira