Skýrsla Þetadeildar 2008–2009

Skýrsla Þetadeildar  á Landssambandsþingi DKG á Hallormsstað í maí 2009.

Fundarstjóri, kæru systur.

Ég flyt hér örstutt yfirlit yfir starf Þetadeildar þetta starfsár. Nánar má lesa um starfið í fréttabréfinu okkar og í fundargerðum á vef deildarinna.

Ný stjórn var kostin á síðasta fundi vorannar 2008. Hana skipa nú Valgerður Guðmundsdóttir, formaður, Sigrún Ásta Jónsdóttir, varaformaður, Hulda Björk Þorkelsdóttir, ritari og Sveindís Valdimarsdóttir, meðstjórnandi. Stjórn valdi Guðbjörgu M. Sveinsdóttur sem gjaldkera.
Valgerður er menningarfulltrúi og framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjaensbæjar, Sigrún Ásta er forstöðumaður Byggðasafnsins, Hulda Björk er forstöðumaður Bókasafnsins, Sveindís er kennari og ráðgjafi hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Guðbjörg er rekstrarfulltrúi grunnskóla á Fræðsluskrifstofou.

Þar sem meirihluti stjórnar starfar við menningu og menningartengd fræðslumál kemur ekki á óvart að þema vetrarins var menning og listir.

Haldnir hafa verið fimm fundir í vetur.

Sá fyrsti var helgaður myndlist og  erindi kvöldins hélt Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður.  Hún leiddi Þetakonur um sýningu sína sm þá var í Listasafni Reykjanesbæjar. 

Annar fundurinn var afmælisfundur í tilefni 10 ára afmælis deildarinnar. Góðir gestir frá landssambandsstjórn DKG voru Guðný Helgadóttir og Ingibjörg Einarsdóttir og ávörpuðu þær báðar fundinn. Þema fundarins var tónlist Erindi kvöldsins flutti Karen Sturlaugsson aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans og ræddi m.a.  um gildi tónlistar í samfélaginu.  Vefsíða deildarinnar var formlega opnuð á fundinum og erum við langt komnar með að setja fundargerðir og skýrslur þessara 10 ára inn á vefinn.

Janúarfundurinn hefur í mörg ár verið tileinkaður bókmenntum hjá Þetadeildinni og var engin undantekning gerð á því í ár. Þetta eru alltaf vinsælir og fjölmennir fundir.

Á fjórði fundur var sagan aðalefnið. Sigrún Ásta og Björn G. Björnsson sýningarhönnuður kynntu nýja sýningu verið var að setja upp á vegum Byggðasafnsins. Sýningin nefnist Völlurinn og er um áhrif bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli á mannlífið á Suðurnesjum og störf íslendinga á Vellinum.

Fimmti fundur var svo ferð í leikhús að sjá sýningu Þjóðleikshússina Þrettándagleði eftir William Shakespears í flutningi útskriftarhóps Nemendaleikhússins og nokkurra reyndra leikara Þjóðleikhússins.

Til stendur að reyna að hafa einn fund enn á þessari önn.

Fjórar félagskonur Þetadeildar eru mættar hingað á landssambandsþing DKG á Hallormsstað.

Þess má einnig geta að við erum að vinna í því að efla deildina enn frekar og höfum boðið átta konum að kynnast starfi hennar og stefnum að því að taka þær sem hafa áhuga á að starfa með okkur inn í deildina næsta haust.

Ég flyt ykkur bestu kveðjur frá formanni og varaformanni  deildarinnar, en þær áttu ekki að heiman gengt að þessu sinni.

Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritari


Síðast uppfært 12. maí 2017