20.febrúar 2018

Fundargerð Þeta deildar 20. febrúar 2018. Haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Fundur hófst klukkan 18.

22 konur mættar.

 

Í fjarveru formanns setti gjaldkeri fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Ritari með nafnakall og las fundargerð síðasta fundar.

Hólmfríður Árnadóttir var með orð til umhugsunar. Fjallaði hún um samkennd. Samkennd er svokölluð dyggð og spurði hún t.d. hvers vegna ættum við að tileinka okkur samkennd og hvernig temjum við okkur samkennd? Samkennd þýðir ekki að okkur eigi að líða öllum eins og vera öll eins. Samkennd sýnir okkur hvernig við erum öll samtengd.

Þá var komið að liðnum deildarkonur kynna sig og var það Inga María Ingvarsdóttir sem sagði skemmtilega frá uppruna sínum og æsku, menntun, fjölskyldu, starfi og áhugamálum.

Þá var boðið upp á mjög góða suðurameríska lauksúpu með osti, sýrðum rjóma og nachos og heimabakað brauð og meðan félagskonur snæddu sögðu þær Elín Rut og Ása frá náminu í FS.

Þá fórum við og hittum Ívar Valbergsson, fagstjóra í vélstjórn í FS. Sagði hann frá starfi sínu en hann hefur farið ýmsar óhefðbundnar leiðir í kennslu. Hann notar mikið vendinám/lifandi nám sem er kjörið fyrir nemendur til að taka námið á sínum hraða og getur hver nemandi verið á mismunandi stað í náminu í sömu kennslustund. Nemendur verða mjög sjálfstæðir og sjálfbærir í sínu námi. Sýndi hann myndir frá kennslunni og sagði frá.

Önnur mál:

Gjaldkeri minnti á vorþingið á Egilsstöðum og hvatti konur til að sækja það og minnti á að senda Fanneyju mynd.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.00.

 

 

 


Síðast uppfært 21. feb 2018