24. sept 2014

Fundargerð 24. september 2014

Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Orð til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerð
4. Skilaboð frá stjórn 
5. Kynning á Duus húsum og safnafræðslu
6. Önnur mál:

  1. Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttunnar, hjálpseminnar og trúmennskunnar

  2. Guðbjörg Sveinsdóttir var með orð til umhugsunar og gerði „vana“ að umtalsefni sínu.  Í starfi skólastjórnenda er enginn dagur eins.  Ekki er vitað hvaða verk bíða hvers dags.  Hún vitnar í blaðagrein eftir Þorgrím Þráinsson sem hann nefnir „í viðjum vanans“.  Þetta var gott innlegg í fundinn og gott að hugleiða fyrir hvern og einn erum við í viðjum vanans.  Að stíga út fyrir og losa sig úr viðjum vanans þroskar manninn.

  3. Ritari var með nafnakall og voru 22 konur mættar

  4. Formaður sagði frá hugmyndum Þetakvenna varðandi komandi vetur,  Flestar vilja hafa fundi á sömu vikudögum og urðu mánudagar fyrir valinu, flestar vilja halda tímanum kl.18:00 og verður það.  Hugmyndir að efni fyrir veturinn er safnafræðsla, Hvítbók og 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

  5. Valgerður Guðmundsdóttir sagði frá Duus húsum og uppbyggingu þeirra.  Fyrsti salurinn sem var opnaður var bátasafn Gríms Karlssonar.  Það er mikilvægt í hverju bæjarfélagi að eiga menningarhús og listasöfn fyrir fólkið í bænum.  Það er stutt á milli menningar og menntunar,  söfnin eiga að nýtast til kennslu.  Sigrún Ásta Jónsdóttir sagði frá safnfæðslu sem Byggðasafnið mun standa fyrir á komandi vetri.  Skilgreining á safni eða museum er í þágu almennings.  Þegar við förum á safn eigum við að nýta augun til að upplifa en ekki ætti að vera þörf á miklum texta í kring.  Að lokum var Sigrún Ásta með leiðsögn um sýninguna í nýjasta hluta Duushúsa,  það er bryggjuhúsið.  Mjög áhugavert hjá Valgerði og Sigrúnu Ástu.

  6. Önnur mál
    Formaður minnti á félagsgjöld, landssambandsþing verður haldið í Reykjavík aðra helgina í maí konur eru hvattar til að taka helgina frá og mæta.  Formaður sagði frá því að næsta Evrópuþing yrði haldið í Svíþjóð árið 2015 og hvatti konur til að skoða það vel.

Formaður sleit fundi kl.19:40
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 26. apr 2016