22. febrúar 2001

Þetafundur haldinn 22. febrúar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Formaður setti fund og bauð allar velkomnar.

Alda Jensdóttir var með orð til umhugsunar og kynnti Þetasystrum tímaritið Emblu. Tímarit þetta var gefið út af konum með það markmið í huga að þar væri birt efni eftir konur, bókmenntir og ýmsar hugvekjur. Vitað er um þrjú eftir sem komu út á árunum 1940-50.

Sigríður Bílddal kynnti nýja námskrá  framhaldsskólans og sagði frá skipulagi innan Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þar hafa nemendur um að velja 10 brautir, bæði verklegar og bóklegar. Síðan var skólinn skoðaður undir leiðsögn Sigríðar og Þórunnar.

Mættar. Alda, Bjarnfríður, Guðbjörg Ingimundar., Guðríður, Hildur, Hulda Björk, Karen, Lára, Lilja, Sigríður, Sóley Halla, Stefanía, Sveindís, Valgerður, Þórunn. Forföll tilkynntu: Elínborg, Inga María, Jónína, Laufey og Oddný.

Valgerður Guðmundsdóttir


Síðast uppfært 01. jan 1970