Skýrsla Þetadeildar 2014–16

DKG - Þetadeild Skýrsla stjórnar 2014 – 2016
 
Stjórnina skipuðu, Sigrún Ásta Jónsdóttir formaður, Kristín Helgadóttir ritari, Þórdís Þormóðsdóttir og Geirþrúður Bogadóttir meðstjórnendur. Gjaldkeri var Hulda Björk Þorkelsdóttir.
 
Félagskonur voru í upphafi tímabils 35 þar af var ein í leyfi, í lok síðara tímabils voru 33 félagskonur og 2 í leyfi. Þrjár konur höfðu hætt í félaginu á tímabilinu en ein kona kom til deildarinnar frá annarri deild. Fundarsókn var þokkaleg að meðaltali mættu 20 konur á hvern fund. 
 
Stjórnin hélt nokkra fundi á tímabilinu. Á fyrsta fundi stjórnar var ákveðið að leita eftir hugmyndum félgaskvenna um fundartíma og fundarefni. Niðurstaðan varð sú að breyta ekki um fundartíma þannig að fundir deildarinnar voru ávallt haldnir á mánudögum klukkan sex til átta. Stjórnin ákvað að leggja áherslu á að heimsækja vinnustaði félagskvenna og bjóða upp á fjölbreytt efni yfir tímabilið fremur en að halda sig við eitt þema. 
 
Fundir voru haldnir á fyrra tímabili; 24 september, 27 október, 25 nóvember, 26 janúar, 23 febrúar og 23 mars. Á seinna tímabili voru fundirnir; 28 september, 19 október, 30 nóvember, 18 janúar, 22 febrúar, 14 mars og svo aðalfundurinn 18 apríl. Samtals 6 fundir á fyrra ári og 7 á því síðara.
 
Fundirnir voru haldnir í Duus Safnahúsum, Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Þekkingarmiðstöð Suðurnesja í Sandgerði, Grunnskóla Grindavíkur, Stóru-Vogaskóla, KEF-restaurant, Ráðhúskaffi, fundarsal Verslunarmannafélags Suðurnesja og aðalfundurinn er haldinn í Hannesarholti í Reykjavík. 
 
Efni fundanna var á fyrra ári: hófum við starfsárið með kynningu á safnfræðslu í Duus Safnahúsum, síðar var kynning á „þjónandi forystu“ í Keflavíkurkirkju, inntaka nýrra félagskvenna var viðfangsefni jólafundarins, á bókafundi sögðu félagskonur frá bókum sem þær höfðu nýlega lesið. Gunnskóli Grindavíkur var heimsóttur og starfsemin kynnt og síðasti fundarstaður fyrra árs var Þekkingarsetur Suðurnesja þar sem við skoðuðum húsið og hlýddum á kynningu á starfseminni. Á seinna ári var sagt var frá merkiskonunni Mörtu Valgerði Jónsdóttur, Stóru-Vogaskóli var heimsóttur og starfsemin þar kynnt, rithöfundurinn Þórdís Gísladóttir kynnti bækur sínar, Anh-Dao Gammasystir sagði okkur frá rannsókn sinni er varðar stöðu nemenda í framhaldsskólum sem eru af erlendu bergi brotnir, Eygló Björnsdóttir landssambandsforseti heimsótti okkur og hélt tölu, tvær þetasystur greindu frá áhugaverðum verkefnum varðandi læsi í leikskóla annars vegar og hins vegar í grunnskóla.
 
Eftirtaldir tóku á móti þetastystrum og/eða voru með erindi, á fyrra ári: Valgerður Guðmundsdóttir, Sigrún Ásta Jónsdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir og Hanna María Kristjánsdóttir. Á seinna ári: Sigrún Ásta Jónsdóttir, Svava Bogadóttir, Þórdís Gísladóttir, Eygló Björnsdóttir, Anh-Dao, Guðbjörg Sveinsdóttir og Kristín Helgadóttir. 
 
Orð til umhugsunar fluttu á fyrra ári:  Guðbjörg Sveinsdóttir, Þórunn Svava Róbertsdóttir, Gerður Pétursdóttir, Ása Einarsdóttir, Árdís Hrönn Jónsdóttir og Ingibjörg Hilmarsdóttir. Á seinna ári: Elín Rut Ólafsdóttir, Ásgerður Þorgeirsdóttir, Sigurbjörg Róbertsdóttir, Guðríður Helgadóttir, Oddný Harðardóttir, Lára Guðmundsdóttir og Sigurlína Jónasdóttir á þessum síðasta fundi sem stjórnin skipuleggur.
 
Allar fundargerðir ásamt margvíslegu efni er að finna á vefsíðu samtakanna, dkg.muna.is/theta.
 
Stjórnin þakkar öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn til að gera starfstímabilið eftirminnilegt og áhugavert. Við vonum að félagssystur okkar hafi notið fundanna og við óskum nýrri stjórn velfarnðar. 
 
Fyrir hönd stjórnar Þeta-deildar 2014-2016
Sigrún Ásta Jónsdóttir
 

Síðast uppfært 12. maí 2017