3. mars 1999

2. fundur Þetadeildar Delta Kappa Gamma. Haldinn í Grunnskóla Grindavíkur 3. mars 1999 kl. 20.

Lára, formaður, ræddi fjármálin. Ákveðið hefur verið að greiða ekkert félagsgjald í ár en kr. 500 fyrir næsta starfsár. Rætt um að hafa fimm fundi næsta starfsár þ.e. í október, nóvember, janúar, febrúar og maí. Uppástunga kom fram um að byrja fundi í lok september og almenn ánægja var með að sleppa fundi í desember.

Bjarnfríður kveikti á kertum, bauð félaga velkomna og flutti kveðjur Petrínar og Margrétar sem eru fjarverandi af persónulegum ástæðum. Petrína sendi kertastjakana að láni og Margrét konfekt.

Bjarnfríður las markmiðin og sungið var "Snert hörpu mína himinborna dís". Þar sem Karen var fjarverandi og enginn undirleikari til staðar var notuð kassetta með söng barna til að leiða sönginn.

Í forföllum Petrínu flutti Bjarnfríður orð til umhugsunar. Las hún kafla úr bók Guðbergs Bergssonar "Eins og steinn sem hafið fágar" sem fjölluðu um kennslu í listum í Þórkötlustaðahverfi á fyrri hluta aldarinnar og túlkun á kennslufræði kennarans þar.

Eftir nafnakall las Þórdís fundargerð síðasta fundar í forföllum Huldu.

Guðbjörg og Árný sögðu frá starfi sínu sem tengiliðir vegna undirbúnings landsþingsins sem haldið verður í Reykjanesbæ 1. og 2. maí. Fram kom m.a. að það kæmi í hlut deildarinnar að sjá um skemmtiatriði.
Kaffi og meðlæti var borið fram á kennarastofu skólans.

Stefanía sagði frá ýmsu varðandi Grunnskóla Grindavíkur og þá sérstaklega því sem hún taldi að þar væri verið að gera á annan veg en í öðrum skólum. Nefndi hún þ.á.m. "Smiðjuna" sem er sérkennsluúrræði fyrir eldri nemendur. Þar er breytt vægi námsgreina og samvinna við foreldra og atvinnulífið mikil. Markmiðið með þessum áherslum er m.a. að nemendur fari úr skólanum með góðar minningar. Einnig sagði hún frá því að ákvörðun var tekin um að fá KHÍ til að gera allsherjar úttekt á öllum þáttum skólastarfsins. Úttekin, sem framkvæmd var af Ingvari Sigurgeirssyni, leiddi af sér umbótastarf sem nú er í gangi og almennt er álitið að hafi orðið skólastarfinu til góðs. Að lokum sagði Stefanía frá því að nokkrir nemendur 9. bekkjar hefðu þreytt samræmd próf 10. bekkjar í kjarnagreinum í vor. Þetta gafst vel og unnu þessir nemendur áfram skv. námsskrá FS í þessum fögum í vetur í 10. bekk. Fyrirhugað er að sækja um styrk úr þróunarsjóði til áframhaldandi vinnu á þessu sviði.

Fundi slitið kl. 22:30

Þórdís Þormóðsdóttir
fundarritari.

Síðast uppfært 01. jan 1970