12. febrúar 2020

Fundargerð Þeta deildar 12. febrúar 2020. Fundurinn var haldinn í sérdeildinni Ösp við Njarðvíkurskóla.

Fundur hófst klukkan 18.

19 konur mættar.

Ritari setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Ritari með nafnakall og las fundargerð síðasta fundar.

Lóa Gestsdóttir var með orð til umhugsunar. Þegar hún var látin vita að hún ætti að vera með orð til umhugsunar, velti hún því mikið fyrir sér um hvað hún ætti að tala. Svo þegar Hildur Guðnadóttir vann Ósakarinn og var með svo flotta þakkarræðu, fylltist hún af „girlpower“. Konur þurfa að taka meira pláss og við þurfum að láta heyra í okkur. Í framhaldi af því og verandi mamma tveggja drengja fór hún að hugsa um hves vegna drengir verða svo oft undir í menntakerfinu, en samt eru það karlmenn sem eru í meirihluta öllum stjórnum og  forstjórastöðum. Endaði svo á því að segja frá viðtalsþátt við Jóns Sig. tónlistarmann sem hún horfið á þar sem hann sprði t.d.  „Afhverju þurfum við alltaf að vera eitthvað? Afhverju er ekki nóg bara að vera?„

Þá sagði Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri okkur frá Öspinni og gengum við um húsið og skoðuðum aðstæður. Öspin er sérdeild við Njarðvíkurskóla var stofnuð haustið 2002. Nokkrum sinnum hefur verið byggt við húsið og er húsnæðið núna orðið þannig að það hentar starfseminni vel og gott rými er fyrir alla. Sérdeildinni er skipt í þrjár deildir, yngra stig, eldra stig og Uglustofu. Allir nemendur Asparinnar tilheyra sínum umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla og vinna starfsmenn að því að hafa velferð nemenda í fyrirrúmi í skipulagningu á náminu þeirra. Í Öspinni er unnið eftir einstaklingsáætlunum og er meðal annars lögð áhersla á tjáningu, lestur, stærðfræði, skynnám, félagsfærni og athafnir daglegs lífs. Nemendur Asparinnar sækja sérgreinatíma og aðra kennslustundir með sínum umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla eins og kostur er á

Matur- Sveppasúpa, brauð og pestó frá Höllu, kaffi og konfekt.

Þá var komið að liðnum félagskona kynnir sig. Jurgita Milleriene sagði skemmtilega frá uppruna sínum, fjölskyldu, skólagöngu sinni og menntun og hvernig og hvers vegna hún flutti til Íslands. Hún hefur tekið þátt í mörgum spennandi verkefnum og sinnir nú deildarstjórn í Háaleitisskóla. Hún hefur tekið virkan þátt í íslensku samfélagi og náð árangri á mörgum stöðum.

 Kynning á verkefninu "Allir konfektmolarnir". Heiða Ingólfsdóttir kynnti verkefnið. Verkefninu er stýrt af Heiðu Ingólfsdóttur verkefnastjóra sérkennslu og Kristínu Blöndal deildarstjóra Aspar. Það gengur út á fulla þátttöku allra nemenda í skólastarfinu, samstarf kennara og starfsfólks í Ösp og Njarðvíkurskóla og hvernig hægt er að styðja kennara í því að koma sem best til móts við alla nemendur. 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.00.

 

 

 


Síðast uppfært 17. feb 2020