18. janúar 2016

Fundargerð 18.janúar 2016

Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Orð til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerð
4. Þórdís Gísladóttir rithöfundur mætir á fundinn
5. Önnur mál:     

  1. Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.  Hún bauð nýjan félaga velkominn í hópinn, Sigurlína Jónasdóttir sem verið hefur í Iota deild en hefur nú flutt búferlum á Suðurnesin.
  2. Guðríður Helgadóttir var með orð til umhugsunar.  Hún gerði ömmuhlutverið að umtalsefni sínu.  Það þarf heilt þorp til að ala upp barn, Guðríður hefur tekið mikinn þátt í uppeldi barnabarna sinna og haft gaman að.  Hún sagði skemmtilegar sögur af samvistum sínum við barnabörnin.
  3. Ritari var með nafnakall og voru 25 konur mættar
  4. Þórdís Gísladóttir rithöfundur mætti á fundinn og las upp úr bókum sínum „Randalín og Mundi“ sem tilnefnd er til íslensku barnabókaverðlaunanna, „Velúr“ og „Leyndamál annarra“ sem fékk bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2010. Umræður og spjall í lokin. 
Formaður sleit fundi kl.20:00
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 26. apr 2016