25. september 2017

Formaður setti fund, kveikti á kertum og fór yfir dagskrá fundarins.

 

Ritari var með nafnakall og las síðustu fundargerð. Ritari lét félagatakið ganga og bað konur um að breyta ef eitthvað væri breytt.

Brynja Aðalbergsdóttir var með orð til umhugsunar og ræddi um aldur. Fór yfir aldurskeiðin og þetta að við erum alltaf að bíða eftir eitthverju, alltaf að bíða eftir því sem á að gerast næst. En eftir fetugt erum við hætt að bíða og farin að njóta, njóta þess að vera til, svo fór hún aðeins inn á hver væri besti aldurinn og niðurstaðan í því er að allur aldur er besti aldurinn.

Þá var inntaka nýrra félaga og voru tvær konur teknar inn, þær Hólmfríður Árnadóttir og Jurgita Milleriene. Og voru þær boðnar innilega velkomnar í Þetadeild.

Formaður ræddi skipulagið á fundardögum og kom með tillögu um að fundardagarnir rúlluðu mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og var það samþykkt.

Formaður sagði frá því að Epsilonkonur hefðu mikinn áhuga á að koma í heimsókn til okkar og bar fram tillögu að við myndum bjóða þeim í heimsókn laugardaginn 14. apríl og var það samþykkt.

Því næst var borðuð ljúffeng súpa frá Hjá Höllu.

Formaður ræddi um inntöku nýrra félaga og hvernig stjórnin hefði ákveðið að haga því.

Formaður fór yfir þema vetrarins og kynnti dagskrá vetrarins. Félagskonumleist vel á að taka að sér að skipuleggja fundi með stjórninni.

Jólafundinn undirbúa: Sigurlína, Ingibjörg og Inga María.

Marsfundinn undirbúa: Bjarnfríður, Halldóra og Guðbjörg og apríl fundinn undirbúa Árdís, Valgerður og Sveindís.

Formaður minnti á að konur kæmu með næluna á fundi, ef þær væru búnar að glata henni væri hægt að kaup nýja. Þær gætu þá haft samband við Gerði sem getur pantað nýja.

Þá var komiða ð liðnum deildarkonur kynna sig og var það Ásgerður Þorgeirsdóttir sem sagði skemmtilaga frá uppruna sínum og æsku, menntun, fjölskyldu og starfi.

Í lokin sagði ritari frá því sem fram kom á fundi framkvædarráðs sem haldinn var 2. september s.l.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.55.

 

 

 

 

 


Síðast uppfært 16. okt 2017