18. apríl 2016

Dagskrá fundar: 

 1. Kveikt á kertum 
 2. Orð til umhugsunar 
 3. Nafnakall / fundargerð 
 4. Venjuleg aðalfundarstörf 
 5. Hannesarholt kynnt 
 6. Önnur mál
 1. Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. 
 2. Sigurlína Jónasdóttir var með orð til umhugsunar og gerði ábyrgð okkar á internetinu að umtalsefni sínu. Hvað börn þurfa að bera á sér varðandi internetið og það sem þangað fer er þar um ókomna tíð. Það var mun einfaldara að vera barn hér áður fyrr. 
 3. Ritari var með nafnakall og voru 16 konur mættar.
 4. Venjuleg aðalfundarstörf. Valgerður Guðmundsdóttir tilnefnd fundarstjóri og Kristín Helgadóttir ritari. 
 • Skýrsla stjórnar:  formaður Sigrún Ásta Jónsdóttir fór yfir skýrslu liðinna starfsára.  33 konur voru félagar í lok tímabils en 35 í upphafi. Fundir haldnir reglulega yfir starfsárið á mánudögum kl.18:00. Fundaefni voru mjög fjölbreytt og starfið verið líflegt.  
 • Gjaldkeri fór yfir reikninga og lagði þá fyrir til samþykktar. Gjaldkeri lagði til hækkun á félagsgjöldum Í 15.000 fyrir næsta starfsár sem var samþykkt einróma. Gjaldkeri fór yfir fjárhagsáætlun næstu tveggja ára og lagði fram til samþykktar. Reikningar, hækkun félagsgjalda og fjárhagsáæltun samþykkt.
 • Formaður uppstillinganefndar Inga María Ingvarsdóttir gerði grein fyrir störfum uppstillinganefndar sem leggur til að næstu stjórn skipi Gerður Pétursdóttir formaður, Árdís Jónsdóttir, Sigurlína Jónasdóttir, Bjarnfríður Jónsdóttir.  Stjórn valdi Kristínu Helgadóttur sem gjaldkera. Tillögur um formann og stjórn voru samþykktar einróma.
 • Fráfarandi formaður þakkaði Valgerði fundarstjórn og þakkaði fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf með því að færa þeim DKG spil að gjöf.

 6. Ragnheiður fór með okkur um húsið Hannesarholt og sagði sögu hússins afar áhugavert og gaman að 
     koma í Hannesarholt, fallegt hús með sögu.
 7. Önnur mál 
 • Formaður minnti á vorþing DKG sem haldið verður 30.apríl n.k. 

Formaður sleit fundi kl.19:45
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 14. apr 2017