16. apríl 2009

5. fundur vetrarins haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2009.
Þema fundarins var leiklist.

Fundurinn hófst kl. 17 þegar lagt var af stað úr Reykjanesbæ saman í einum bíl til Reykjavíkur að sjá leikritið Þrettándagleðin eftir William Shakespeare í Þjóðleikhúsinu með viðkomu á Hótel 101 þar sem snæddur var kvöldverður.

Mættar voru 9 félagskonur og 3 gestir.

Hefðbundnum fundarstörfum var sleppt í þetta sinn. Við áttum mjög ánægjulega samverustund, nutum frábærra veitinga og skemmtilegrar leiksýningar og komum heim um miðnætti.

Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð
.

Fundargerðin samþykkt á fundi 26. október 2009.

 


Síðast uppfært 07. nóv 2009