23. mars 2015
Fundargerð 23. mars 2015
Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Orð til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerð
4. Kynning á Þekkingarsetri Suðurnesja
5. Önnur mál
- Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttunnar, trúmennskunnar og hjálpseminnar. Hún hvatti konur til að mæta á landsambandsfundinn 9.-10. maí og skoða Evrópufundinn í ágúst og benti konum á að kynna sér þetta nánar með því að skoða vefsíðu samtakanna.
- Ingibjörg Hilmarsdóttir var með orð til umhugsunar, ræddi um mæður og mæðradaginn og deildi með okkur hugleiðingum eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson
- Ritari var með nafnakall og voru 19 konur mættar
- Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja kynnti starfsemina, sýndi okkur aðstöðuna ásamt Halldóri Pálmari Halldórssyni forstöðumanni Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum.
- Fundinum, og jafnframt vetrarstarfinu, lauk svo með sjávarréttasúpu á Vitanum.
Formaður sleit fundi kl.20:00
Ritari: Hulda Björk Þorkelsdóttir
Síðast uppfært 14. maí 2017