26. október 2011

1. fundur vetrarins haldinn í  Bókasafni Reykjanesbæjar miðvikudaginn  26. október, 2011,  kl. 20:00.

Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Nafnakall/fundargerð
3. Orð til umhugsunar
4. Önnur mál
5. Fyrirlestur

1. mál: Guðbjörg formaður, setti fundinn og ritari kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

2. mál: Dagskrá fundarins hófst með nafnakalli og voru 18 félagar mættir.                                                                                                                                                                  
3. mál: Kristín Helgadóttir  flutti orð til umhugsunar og lagði út frá ljóðinu ,,Barn hefur hundrað mál” eftir ítalska uppeldisfrömuðinn Loris Malaguuzzi. Hún sagðist spyrja sig að því hvernig kennari gæti hjálpað barni til að ná góðum námsárangri er þess viss, að hann geri það best með því að að hjálpa barninu að viðhalda hundrað málum sínum, eins og segir í ljóðinu.

4. mál: Undir önnur mál kynnti Guðbjörg formaður tilboð sem barst frá Alfadeildinni, um að halda sameiginlegan jólafund með þeim, 3. desember n.k. (í hádeginu), í Þjómenningarhúsinu í Reykjavík. Þetasystur samþykktu að þiggja boðið með þökkum. Alfadeildin hefur haft þann sið að borða saman jólamat (hangikjöt og meðlæti), fá rithöfund í heimsókn og svo hefur Herdís Egilsdóttir spilað á píanó og stýrt jólasöng.
Guðbjörg hvatti systur til að kynna sér alheimsþing Delta Kappa Gamma, sem verður haldið í New York næsta sumar eða nánar tiltekið 24. –28. júlí, 2012. Upplýsingar um gistimöguleika munu birtast á vef alþjóðasambandsins 1. desember næstkomandi. Komin er tillaga að dagskrá  sem er hægt að nálgast á heimasíðu Delta Kappa Gamma. Guðbjörg benti á að þær systur sem eru í Kennarsambandinu geta sóttum um styrk til að fara á þingið. Nokkrar systur í Þetadeildinni eru ákveðnar að fara á þingið.

5. mál: Gestgjafi kvöldsins Hulda Björk Þorkelsdóttir kynnti hlutverk og starfsemi bókasafnsins sem hún sagði byggja á einstaklingum sem vilja lesa.  Hulda fjallaði m.a. um ýmis verkefni og samstarf bókasafnsins við ýmsa aðila í samfélaginu eins og leik- og grunnskóla og Fjölbrautarskóla Suðurnesja og samstarf bókasafna á Suðurnesjunum. Það er lögð áhersla á kyrrðarstundir í bókasafninu. Slagorð bókasafnsins er ,,Lestur er bestur”.
Eftir kynninguna og fyrirspurnir, spunnust skemmtilegar umræður.

Í lok fundar færði Guðbjörg formaður Huldu rós frá deildinni.


Fundi var slitið kl. 21:30 eftir að systur höfðu gætt sér á kaffi, gosi og meðlæti.

Inga María Ingvarsdóttir, ritari

 

Punktar úr erindi Huldu Bjarkar:

Bókasafn Reykjanesbæjar - hlutverk þess í lestri/læsi í  samfélaginu

Öll starfsemin byggir á því að fólk kunni að lesa/sé læst og hafi ánægju af því að lesa

Almenningsbókasöfn:
Söfnin verða til í upphafi vegna þarfa, bæði samfélagsins og einstaklinganna
Þau voru talin nauðsynlegur þáttur í að stuðla að menntun og læsi íbúanna - háskóli alþýðunnar –

Lestrarfélög
- að eiga saman og skiptast á að nota -

Lög um almenningsbókasöfn:
- efla frjálsan og óheftan aðgang almennings að upplýsingum og þekkingarmiðlum
- kappkosta að vera menningarstarfi og atvinnulífi til styrktar
- markmið þeirra skal vera að efla íslenska tungu, stuðla að símenntun og örva lestraráhuga

Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna:
- Þjónusta almenningsbókasafns er veitt á grundvelli jafnræðis og jafnrar aðstöðu allra manna
 - að örva og styrkja lestrarvenju barna frá unga aldri

Markmið og leiðir:
- að vinna stöðugt að því að lestur verði lífsstíll allra aldurshópa
- leggja áherslu á mikilvægi lesturs í barnastarfi
- fitja upp á nýbreytni í kynningu safngagna
- leiðbeina um safnið og samskrá íslenskar bókasafna – Gegnir -

Trú og von:
Okkar trú og von er að ef börn læra strax að njóta bóka og töfraheima þeirra þá verði þau lestrarhestar ævilangt. Við trúum því að þó lestur detti niður e-r tímabil í lífinu þá lifi þessi ánægjulega upplifun í hugskotinu og fólk grípi til tómstundalesturs þegar það gefst tími til þó seinna verði
Við byggjum starfsemi safnsins á þessari trú okkar og leggjum því mikla áherslu á yngstu kynslóðina

Verkefni til að stuðla að lestri/læsi:
- sögustundir fyrir leikskóla
- bókakoffort í leikskólum þar sem foreldrar og börn geta fengið bækur að láni
- sögupokar, bók og fylgihlutir til nota á safninu
- sumarlestur grunnskólabarna, uppskeruhátíð, rithöfundur í heimsókn, armbönd í gjöf ár
- vefurinn með upplýsingum um áhugavert safnefni, frekari lestur, ábendingar um efni fyrir foreldra
- bækur og móðurmál – verkefnið
- heimsóknir grunnskólanema, kynningar á bókum, samstarfsverkefni s.s. FS

Lestur er bestur:
Fræðimönnum ber saman um að til að örva áhuga barna á lestri sé nauðsynlegt að fara með þeim á bókasafn,
lesa fyrir þau og sýna áhuga á því sem þau lesa.
(Tilvitnun úr grein í Morgunblaðinu 6. apríl 1997 „Lesið fyrir börnin 365 daga ársins)

Það er snilld að lesa:
Þeir sem lesa mikið á barnsaldri hafa fjölbreyttari áhugamál en fólk sem les lítið í æskuLestraráhugi virðist mótast á æskuárum
 (Tilvitnun úr rannsókn Ágústu Pálsdóttur, bókasafnsfræðings á lestri í íslenskum fjölskyldum)

Vefur bókasafnisns
www.reykjanesbaer.is/bokasafn

Fleiri verkefni:
- bókaspjall
- bókmenntakynningar
- námskeið
- ábendingar um frekari lestur
- bókamerki
- slagorð
- silikon-armböndin
- markaðssetning
- greinaskrif
- notum öll ráð sem við höldum að komi til góða

Útrás:
- kynningar á nýju efni fyrir eldri borgara
- vefurinn, samskiptavefi s.s. Facebook
- ljóð í heitu pottunum
- þátttaka í samstarfsverkefnum s.s. heilsuviku

Nýtt slagorð og nýtt merki bókasafna

Árangur:
Höfum við gengið til góðs?

Framtíðin:
?

Samstarf safna á Suuðrnesjum:
- eitt og sama bókasafnsskírteinið gildir í öllum almenningsbóksöfn á Suður- nesjum
hófst 2007. Garðurinn bættist við í ár
greitt fyrir skírteinið í heimabyggð
hægt að skila hvar sem


Síðast uppfært 06. des 2011