16. janúar 2003

4. fundur Þeta deildar haldinn 16. janúar 2003 á Hæfingarstöðinni Hafnargötu 50 í Reykjanesbæ.

  1. Formaður setti fund og kveikti á kertum samtakanna
  2. Sigríður Dan. Flytur orð til umhugsunar um fósturgreiningu. Miklar umræður sköpuðust um erindi hennar.
  3. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
  4. Samþykkt að færa fundinn sem átti að vera þann 10. febrúar aftur um mánuð og verður hann 10. mars í Holtaskóla þar sem gestur verður Áslaug Jónsdóttir, áformað að kynna listaþerapíu.
  5. Formaður greindi frá því að nú væru tvær konur í fastanefndum landssamtakanna, Guðbjörg S. í fjáröflunarnefnd og Hulda í nefnd um vefsíðu samtakanna.
  6. Þá höfðu margar konur í Þeta deild tekið að sér hlutverk vegna Evrópuþings DKG sem haldið verður í Reykjavík í ágúst nk.
  7. Sigríður Dan. Kynnti starfsemi stöðvarinnar og sýndi konum húsnæðið.
  8. Kaffihlé
  9. Bókafundur, félagskonur sögðu frá áhugaverðum bókum sem þær höfðu lesið.
  10. Fundi slitið kl. 10:00

Síðast uppfært 01. jan 1970