17. okt. 2016
Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Nafnakall og fundargerð síðasta fundar lesin
3. Orð til umhugsunar
4. Deildarkonur kynna sig
5. Kliðfundur
6. Sveindís Valdimarsdóttir segir frá starfi sínu við íslenskukennslu hjá MSS og spennandi Evrópuverkefnum sem þau taka þátt í.
7. Kynning á Tallinn
8. Fjölgun félaga
9. Fréttir frá landssambandinu
10. Fjöldasöngur
1. Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
2. Ritari var með nafnakall og var 20 konur mættar og ritari las upp fundargerð síðasta fundar.
3. Bjarnfríður Jónsdóttir var með orð til umhugsunar og rifjaði upp minningamyndir frá skólagöngu sinni. Hún gekk í Barnaskólann í Keflavík og þar voru 3 kennarar (karlmenn) sem höfðu mikil áhrif á upplifun hennar af skólagöngu og hvernig hún hugsar til baka umsína skólagöngu. Þeir voru mikið í að hrósa, hvetja og leiðbeina og telur hún það þrennt það allra mikilvægasta sem kennari getur gefið. Gott er fyrir okkur, sértaklega kennara, að rifja upp okkar skólagöngu og þá kennara sem við höfðum, og nýta okkur það jákvæða úr henni.
4. Þórdís Þormóðsdóttir kynnti sig. Hún sagði frá uppruna sínum og æsku, menntun, fjölskyldu og starfi.
5. Kliðfundur. Árdís Jónsdóttir hafði umsjón með kliðfundi en þá pöruðu tvær félagskonur sig saman og byrjuðu á að segja frá hvar þær eru fæddar og uppaldar, menntun og starf, hvor fékk 2 mínútur til þess. Því næst fékk hvor 1 mínútu til að segja frá sögunni á bak við nafnið sitt og að lokum fékk hver 30 sekúndur til að segja frá leyndum hæfileika.
6. Formaður kynnti þema vetrarins og starfsáætlun.
7. Sveindís Valdimarsdóttir kynnti sig. Hún sagði frá uppruna sínum og æsku, menntun, fjölskyldu og starfi. Einnig sagði hún frá starfi sínu við íslenskukennslu hjá MSS, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, og spennandi Evrópuverkefnum sem þau taka þátt í. Sveindís er verkefnastjóri hjá MSS og heldur utan um nám fyrir innflytjendur. Hún fór yfir tölur fyrir árið 2015, fjölda nemenda og námskeiða. Flestir koma á eigin vegum, einnig eru hælisleitendur sem koma og Vinnumálastofnun sendir einnig á námskeiðin. Einnig fór hún yfir þau verkefni sem eru í gangi eins og t.d. Lingua cafe, Flip the classroom og Speaking for yourself.
8. Fjöldasöngur og var lagið Á íslensku má alltaf finna svar sungið.
9. Inntaka nýrra félaga. Var kosið um 10 nöfn og mun niðurstaða kosningarinnar verða tilkynnt inn á Facebook síðu deildarinnar.
10. Formaður kynnti Evrópuþingið sem næst er haldið í Tallin í Eistlandi, dagana 24.-29. júlí 2017. Glærur frá því koma inn á Facebook síðu deidlarinnar og heimasíðu Þeta deildar.
Formaður sleit fundi kl. 20:00
Ritari: Sigurlína Jónasdóttir
Síðast uppfært 18. okt 2016