18. maí 2022

Fundargerð Þeta deildar 18. maí 2022, aðalfundur. Fundurinn var haldinn á hótel Keflavík, Reykjanesbæ.

Fundur hófst klukkan 18.

Formaður setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Formaður bað Hólmfríði Árnadóttur  að vera fundarstjóri.

 

Skýrsla stjórnar. Formaður flutti skýrslu stjórnar. Skýrsla stjórnar samþykkt.

Í fjarveru gjaldkera fór formaður yfir ársreikningana. Athygli vakti há upphæð sem deildin hefur borgað fyrir veitingar og var minnt á þá reglu að ef félagskona hefur skráð sig á fundinn en afboðar sig, verður viðkomandi að borga matinn. Ársreikningar voru svo samþykktir.

Rætt var um að hafa árgjaldið óbreytt eða 17.000 kr.

 

Kosning nýrrar stjórnar.

Formaður uppstillingarnefndar gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og kom með tillögu að nýrri stjórn. Lóa Björg Gestsdóttir verður formaður, aðrir í stjórn verða Inga Sif Stefánsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir. Guðbjörg Sveinsdóttir verður gjaldkeri og var tillagan samþykkt.

 

Ný stjórn fyrir tímabilið 2022-2024 er þá þannig skipuð:

Lóa Björg Gestsdóttir formaður

Inga Sif Stefánsdóttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Hólmfríður Árnadóttir

Guðbjörg Sveinsdóttir gjaldkeri

 

Klappað var fyrir nýrri stjórn og  fráfarandi stjórn þakkað fyrir þeirra störf og færðar rósir.

 

Aðalfundi slitið.

 

Þá var borðaður dýrindis matur og skemmtiatriði úr leikskýningunni Fyrsta kossinum sýnd.

 

 

 

 

 


Síðast uppfært 26. sep 2022