12. mars 2008

Fundur hjá Þeta-deild 12. mars 2008

Fundurinn haldinn í Njarðvíkurskóla kl. 20:00 - 22:00.
Gestur fundarins var Kristín E. Viðarsdóttir, MA í uppeldis- og menntunarfræðum og MA nemi í skólasálfræði. Ásgerður Þorgeirsdóttir, aðstoðarskolastjóri í Njarðvíkurskóla sat einnig fundinn sem gestur.

Þórunn Friðriks setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Samkvæmt nafnakalli Bjarnfriðar sáu 13 félagskonur fundinn.

Orð til umhugsunar flutti Sóley Halla Þórhallsdóttir. Hún gerði Lýðmenntun, hugleiðingar og tillögur að umhugsunarefni sínu og vitnaði m.a. í orð Guðmundur Finnbogasonar frá 1903. 

Gestur kvöldsins, Kristín E. Viðarsdóttir, sagði frá M.Ed ritgerðinni sinni sem gekk út frá spurningunni Hefur fræðsla áhrif á viðhorf til samkynhneigðar. Þetta var mjög fróðlegt erindi um rannsókn sem hún gerði um þetta efni. En víst er að fáfræðin leiðir til fordóma.

Fundinum lauk síðan með spjalli, kaffi og páskaeggi.

Bjarnfriður Jónsdóttir
fundarritari


Síðast uppfært 18. apr 2009