24. október 2005

Fundur hjá Þeta-deild 24. október 2005.
Fundur haldinn í Heiðarskóla á 30 ára afmæli kvennafrídagsins.

Sóley setti fundinn, bauð konur velkomnar og kveikti á kertum.

Elín var með nafnakall og voru 11 konur mættar.

Sóley kynnti því næst til leiks Sigrúnu Jóhannesdóttur gest kvöldsins úr Delta-deild. Sigrún var með fyrirlestur sem hún nefndi Leiðtogatígullinn þinn, sem byggir á kenningum Peters Kostembaum. Þarna fjallaði hún m.a. um fjóra meginþætti sem skipta máli við stjórnun og hvernig þessir þættir tengjast. Hún fjallaði einnig um mismunandi mat karla og kvenna á hæfileikum og getu sinni. Konur unnu saman, leystu þrautir og spáðu í spilin. Þetta var bæði fróðlegt og skemmtilegt.

Því næst var komið að kaffi og veitingum sem stjórnarkonur sáu um í fjáröflunarskyni. Veitingar voru nú seldar á vægu verði eða 250 kr.

Síðast á dagskránni var "orð til umhugsunar" sem Þórdís Þormóðsdóttir sá um. Í hugleiðingum sínum fjallaði hún um kvennabaráttuna og hvernig okkur hafi í raun miðað áfram Hún velti einnig fyrir sér hvernær raunveruleg kvennabarátta hófst.  Var það fyrir 30 árum eða ef til vil fyrr? Þessar hugleiðingar voru vel við hæfi í tilefni þess að 30 ár eru nú liðin frá því að konur tóku sér frí frá störfum og stormuðu á Lækjartorg.

Að venju var fundi slitið stundvíslega kl. 22:00.

Elín Rut Ólafsdóttir
fundarritari


Síðast uppfært 20. apr 2009