29. nóvember 2005

Fundur í Þeta-deild 29. nóvember 2005.
Fundurinn haldinn í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ.

Sóley setti fund, bauð konur velkomnar og kveikti á kertum.

Elín var með nafnakall og voru 17 konur mættar.

Steinunn Njálsdóttir flutti pistil til umhugsunar og fjallaði hún vítt og breytt um orðið Konukot. Í máli sínu ræddi Steinunn einnig fleiri orð sem tengjast starfsemi þar sem konur koma við sögu og benti hún á að oft væru valin lítilmótleg eða lítillát heiti á þessa starfsemi. Fannst henni það miður.

Þá var komið að gestum kvöldsins en það voru þrjár konur, fæddar og uppaldar erlendis. Þessar konur  voru Veska frá Búlgaríu, Júlía Esther frá Kólombíu og Bianca frá Máritíus og sögðu þær frá jólahaldi og síðum tengdum þeim. Þær höfðu meðferðis bækur, myndir og músik sem þær nýttu við kynningarnar. Sumar sýndu einnig dans. Þetta voru afar fjölbreyttar og skemmtilegar kynningar.

Loks var komið að veitingum. Í tilefni aðventunnar var biðið upp á heitt súkkulaði með rjóma, smákökur og lagköku. Konur spjölluðu saman og áttu notarlega samverustund.

Að venju var fundi slitið um kl. 22:00.

Elín Rut Ólafsdóttir
fundarritari



Síðast uppfært 01. jan 1970