4. febrúar 2006

Fundur hjá Þeta-deild 4. febrúar 2006.
Að þessu sinni var hádegisverðarfundur haldinn á heimili Sóleyjar Höllu Þórhallsdóttur.

Formaður setti fundinn, bauð konur velkomnar og kveikti á kertum.

Elín var með nafnakall og voru 12 konur mættar.

Guðbjörg Sveinsdóttir flutti orð til umhugsunar. Fjallaði hún um foreldrahlutverkið, unglingamenningu og hegðun og virðingu unglinga gagnvart foreldrum.  Las hún upp grein eftir Jón Gnarr þar sem hann ræðir þessi mál.

Því næst opnaði stjórnin á umræður varðandi inntöku nýrra félaga og hvernig standa ætti að því. Konur koma með uppástungur að konum og tók stjórnin að sér að vinna í þessu máli.

Þá var komið að aðalefni fundarins sem var hin hefðbundna bókakynning. Konur sögðu frá þvi helsta sem þær höfðu lesið upp á síðkastið og greinilegt er, eins og oft áður, að af nógu er að taka varðandi lestur.

Að kynningum og umræðum loknum var boðið upp á heimalagða súpu og brauð auk þess kaffi og smákökur í eftirrétt. Konur nutu veitinganna og spjölluðu saman í rólegheitum.

Fundi slitið klukkan 13:00.

Fundarritari
Elín Rut Ólafsdóttir


Síðast uppfært 20. apr 2009