30. nóvember 2010

3.fundur, jafnframt jólafundur Þetadeildar DKG var haldinn þriðjudaginn 30. nóvember,
2010  kl. 19:00, á heimili ritara Ingu Maríu Ingvarsdóttur, að Heiðarbóli 7.

Dagskrá fundar:
Formaður setti fundinn
Kveikt á kertum
Nafnakall
Orð til umhugsunar
Tónlistarflutningur
Fyrirlestur um starfsferill rithöfundar

Það ríkti sannkölluð jólastemming á 3. fundi Þetasystra. Guðbjörg Sveinsdóttir setti fundinn og bauð systur velkomnar og tendraði kertaljósin, tákn vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Dagskráin hófst með nafnakalli og voru 18 systur mættar. Síðan var fundargerð síðasta fundar lesin og borin til samþykktar. Félagssystur geta alltaf nálgast fundargerðir á vef deildarinnar.

Það kom í hlut formannsins að vera með orð til umhugsunar og lagði hún út frá jólaundir-búningi og fór með tvö kvæði tengd honum. Að því loknu þakkaði formaðurinn undirtektir þeirra systra sem skráðu sig í undirbúningsnefndir fyrir vorþingið. Enn geta systur skráð sig í neðangreindar nefndir sem eru:

 
Gistihópur:
Hulda Björk (stjórn)
Elín Rut
Fanney
Guðríður
 

Húsnæðis-/tæknihópur:
Inga María (stjórn)
Ása
Karen
Sigrún Ásta
 

Skemmtinefnd:
Brynja (stjórn)
Valgerður
Sóley Halla
Steinunn
Kristín
 
Matarhópur:
Bryndís (stjórn)
Gyða
Lára
Geirþrúður
Þórdís
 
Brynja Aðalbergsdóttir las næst jólasögu um Snuðru og Tuðru e. Kristínu Steinsdóttur. Eftir lesturinn var boðið til jólahlaðborðs þar sem boðið var upp á síld, lifrarkæfu, lax, skinku og meðlæti.  Síðan voru jólasmákökur með kaffinu.

Boðið var upp á jólatónlist í flutningi mæðgnanna Mörtu Öldu og Aleksöndru Pitak, dóttirin spilaði á fiðlu og móðirin spilaði undir á gítar. Einnig spiluðu mæðgurnar undir jólasöng sem Karen Sturlaugsdóttir stjórnaði.  Að flutningi loknum voru þeim færðar rósir að gjöf.

Aðalgestur kvöldsins var kennarinn og rithöfundurinn Bryndís Jóna Magnúsdóttir. Hún sagði frá rithöfundaferli sínum og tildrögum nýjustu bókar sinnar Stelpurokk. Einnig svaraði hún fjölda spurninga frá áhugasömum Þetasystrum. Eins og öðrum gestum fundarins var hún leyst út með rós. 

Formaðurinn sleit fundi kl. 10:00.
Inga María Ingvarsdóttir, ritaði fundargerð


Síðast uppfært 01. jan 1970