27. nóvember 2007

Jólafundur haldinn i Salthúsinu, Grindavík 27. nóvember 2007.

Gestur fundarins var Gyða Arnmundsdóttir, sérkennslufulltrúi í Reykjanesbæ.

Jólafundurinn var að þessu sinni haldinn í Salthúsinu í Grindavík. Þar var tekið á móti okkur með jólaþema á platta.

Að lokinni setningu og nafnakalli flutti Hildur Harðardóttir orð til umhugsunar.

Gestur fundarins ásamt undirritaðri kynntu lestrargreiningartækið LOGOS sem um þessar mundir er að koma út í íslenskri útgáfu. Kynningunni var gefinn góður rómur.

Samkvæmt nafnakalli komu 15 konur á fundinn.

Bjarnfríður Jónsdóttir
fundarritari
.


Síðast uppfært 18. apr 2009