Bókalisti frá fundi 23. jan. 2019

Bókalisti.

Bækur sem félagskonur í Þetadeild sögðu frá á fundi 23. janúar 2019.

Spámennirinir í Botnleysu firði og Rauður maður, svartur maður. Höfundur: Kim Leine.            

Höfundur hefur unnið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Bjó og starfaði á Grænlandi í 15 ár. Frábærar bækur og hefur hann fengið mikið lof fyrir þær.

Bókmennta- og kartöflubökufélagið. Höfundur:  Mary Ann Shaffer.                                             

Einstaklega ljúf og góð bók sem fjallar um hernámsárin á Guernsey í seinni heimsstyrjöldinni. Juliet Ashton er rithöfundur sem er að skapa sér nafn í London árið 1946. Bókin er fyndin og mannleg og þar er að finna stórkostlegar persónur.

Eitraða barnið. Höfundur: Guðmundur Brynjólfsson.                                                                                 

Besta bókin hans. Þarna eru margar mjög skemmtilegar persónur. Bókin er glæpasaga. Sögusviðið er Eyrarbakki um aldamótin 1900. Við sögu koma nafnkunnir Íslendingar, svo sem skáldin Einar Benediktsson og Jóhann Sigurjónsson, Nielsen faktor, séra Eggert í Vogsósum. En einnig skáldaðar persónur höfundar, hinn misheppnaði sýsluskrifari Kár Ketilsson og bjargvætturinn Anna sýslumannsfrú. Fyrst og fremst hverfist sagan þó um ungan og óreyndan sýslumann, Eyjólf Jónsson sem dreginn er upp úr vesöld sinni í Kaupmannahöfn og er næsta óöruggur um sig í æsilegri atburðarás í spilltri brennivínsveröld fátækra Árnesinga.           

Á heimsenda. Höfundur:   Dagný Maggýjar Gísladóttir .                                                                              

Bók sem snertir alla strengi.  Dagný Maggýjar segir sögu móður sinnar sem hún missti í sjálfsvígi. Árið 2010 fór Maggý í örlagaríka aðgerð sem varð til þess að hún varð geðveik og lést rúmu ári síðar. Eftir stóðu margar spurningar en í ljós kom að Maggý hafði verið beitt ofbeldi í æsku.

Hasim.   Höfundur:   Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.                                                                                      

Ótrúleg saga sem allir ættu að lesa.  Bókin fjallar um Hasim,  indverskan strák er settur aleinn upp í lest og endar sólarhring síðar í stórborg þar sem enginn tekur á móti honum og fólk talar framandi tungumál. Næstu árin er hann umkomulaus og einn í heiminum. Sumir eru honum góðir en hann verður líka fyrir ofbeldi og misnotkun. Svo er hann sendur yfir hálfan hnöttinn, úr hitanum og mannþrönginni í Kalkútta í snjóinn og fámennið í Þorlákshöfn; úr örbirgð í allsnægtir. Allt í einu á hann foreldra og systkini – en enginn skilur hann og hann skilur engan. Og að ári liðnu er hann aftur einn. Beiskur, sár, ráðvilltur og rótlaus. Rændur tungumáli sínu og menningu. Hann fer til Indlands að leita að fjölskyldu sinni – og finnur hana en ekki svörin sem hann leitaði að.      

Sagnaseiður. Höfundur: Sallý Magusson.                                                                                           

Átakanlega saga um Tyrkjaránið.   Bókin fjallar um Ástu, sem Tyrkir tóku í Vestmannaeyjum og seldu í ánauð í Alsír.

Berlínaraspirnar. Höfundur: Anne B. Ragde.                                                                                        

Yndislegar bækur, mikið drama og sorglegar. Enginn svikinn af að lesa þær. Í dimmum desembermánuði liggur gömul kona fyrir dauðanum í Þrándheimi. Á meðan hún bíður örlaga sinna þurfa eiginmaður hennar, þrír synir og sonardóttir að takast á við atburði fortíðar til þess að geta hafið nýtt líf. En hvernig eiga gamall maður sem þvær sér ekki, hundaþjálfari, smámunasamur útfararstjóri, svínabóndi og samkynhneigður gluggaútstillingameistari að finna sameiginlegan takt í tilverunni?

Manneskjusaga. Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir.                                                                            

Frábær bók og magnað fyrir okkur kennara að hugsa um við lestur hennar hversu mikilvæg fyrstu árin eru í lifi okkar. Manneskjusaga er skáldævisaga, byggð á raunverulegum atburðum um lífshlaup konu sem elst upp við ást og umhyggju en finnur aldrei sinn samastað í lífinu. Björg er ellefu ára þegar hún herðir sig upp í að fá staðfestingu foreldra sinna á orðrómnum sem hefur borist henni: að hún sé platbarn, að mamma og pabbi séu ekki alvöru foreldrar hennar. Mitt í skelfingunni yfir þessari uppgötvun vaknar sú hugmynd að þarna hljóti að vera komin ástæðan fyrir því að henni finnist hún hvergi passa inn.

Sextíu kíló af sólskini. Höfundur:  Hallgrímur Helgason.                                                                          

Mjög orðmargur höfundur en hvert orð er sem sælgæti. Frábær bók sem fjallar um mikla umbrotatíma í íslenskri sögu; hér segir af því þegar nútíminn sigldi til hafnar á Norðurlandi og Norðmenn námu landið öðru sinni. Í stöðnuðu samfélagi torfaldar eru ekki fleiri möguleikar – en svo kemur síldin! Öreigar landsins sjá peninga í fyrsta sinn og allt breytir um svip.

Sálumessa. Höfundur: Gerður Kristný.                                                                                               

Sálumessa flytur bæn þeirra sem lifa um að sál þess látna megi bjargast. Í ljóðabálki Gerðar Kristnýjar er sungin messa yfir konu sem féll fyrir eigin hendi svo þjáning hennar og líf fái ekki að gleymast. Uppgjör höfundar við viðmælanada hennar er hún vann sem blaðamaður sem framdi sjálfsmorð. Lesa bókina og svo í kjölfarið viðtal við Gerði Kristnýju frá því í október s.l.  og svo viðtalið í Mannlíf við konuna sem framdi sjálfsmorð.

Konan við 1000° Höfundur:  Hallgrímur Helgason.                                                                               

Frábær frásagnarstíll, bókin er hnyttin og mjög skemmtileg. Bókin fjallar um Herbjörgu Maríu Björnsson sem er áttræð og farlama og býr ein í bílskúr í austurborg Reykjavíkur. Eini félagsskapur hennar er fartölvan og gömul handsprengja sem hefur fylgt henni frá stríðsárunum. Hún leggur drög að dauða sínum og pantar tíma í líkbrennslu um leið og hún hjalar við minnisguðinn góða sem aldrei bregst. Samferðafólk, atburðir og uppátæki frá viðburðaríkri ævi rifjast upp og afhjúpa lífshlaup óviðjafnanlegs ólíkindatóls. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011 og til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2012.

Náðarstund. Höfundur: Hannah Kent.                                                                                                     

Frábær bók sem maður vill lesa aftur og aftur. Bókin fjallar um aftöku Agnesar Magnúsdóttur.

Eyland. Höfundur: Sigríður Hagalín Björnsdóttir.                                                                                   

Algerlega frábær bók og mjög vel skrifuð. Einbúi í eyðifirði óttast ekkert meira en að björgunarsveitirnar finni hann. Á meðan hann bíður skrifar hann annál þess sem á undan er gengið.Eyland er hrollvekjandi ástar- og spennusaga, þar sem Íslandssagan tekur óvænta stefnu.

Helgi – minningar Helga Tómassonar balletdansara.  Höfundur: Þorvaldur Kristinsson.                   

Mjög vel skrifuð. Ævisaga Helga Tómassonar er heillandi saga um sársauka og gleði, fórnir og sigra manns sem náð hefur lengra í list sinni en flestir aðrir Íslendingar.Helgi lýsir langri leið, mótlæti og þrotlausu striti, að því marki að verða einn dáðasti ballettdansari sinnar kynslóðar.

Vertu stillt stelpa. Höfundur: Margrét Blöndal                                                                                    

Ævisaga Hennýjar Hermannsd. Mjög auðveld bók aflestrar og sett vel fram. Henny Hermanns varð goðsögn í íslensku þjóðlífi þegar hún var valin Miss Young International – alheimstáningurinn – í Japan árið 1970. Hún lifði sannkölluðu glæsilífi í heimi dans- og dægurmenningar en tilveran á bak við glansmynd fegurðar og frægðar var oft sár og nöpur. Henny hefur aldrei viljað segja sögu sína fyrr en nú – þegar hún er sjálf loksins tilbúin til að stífa fram, opinská og einlæg.

Hugsanir hafa vængi. Höfundur:   Konráð Adolphsson.                                                                      

Hugurinn skiptir svo miklu máli í verkefnum okkar í lífinu, er frekar amerísk þó íslendingur skirifi hana. Konráð Adolphsson, stofnandi Dale Carnegie á Íslandi, kemur hér með sérlega áhugaverða sjálfshjálparbók sem er uppfull af góðum ráðum.

Vitavörðurinn. Höfundur:   Valgeir Ómar Jónsson.                                                                                   

Laust eftir miðnætti aðfaranótt 9. júní 1941 stóðu fjórir alvopnaðir breskir hermenn við vitavarðarhúsið á Galtarvita. Erindi þeirra var að handtaka vitavörðinn Þorberg Þorbergsson og flytja í fangelsi í Bretlandi.Áður en þeir gætu haldið frá landi með stríðsfangann varð hann sjálfur að gera við bát hermannanna sem brotnað hafði í fjörunni. Sök vitavarðarins var að hafa skotið skjólshúsi yfir þýskan flóttamann.Ferðin til Bretlands var fyrsta utanför Þorbergs og honum minnisstæð. Í bókinni rekur Valgeir Ómar Jónsson sonarsonur Þorbergs sögu afa síns og samferðamanna hans og framvindu þessa sérstæða máls.

Allra besta gjöfin. Höfundur:   Jim Stovall.                                                                                                   

Bók sem fær mann til að leita inn á við. Bókin fjallar um ungan mann sem átti allt en vildi meira. Í stað þess að fá fjárupphæð úr erfðaskrá frænda síns fær hann ýmis verkefni að leysa.Eftir margvíslegar eldraunir hlýtur ungi maðurinn Allra bestu gjöfina en á vegferð sinni lærir hann að meta gömlu góðu mannlegu gildin og áttar sig á að fleira skiptir máli en veraldleg gæði.

Leyfðu mér að segja þér sögu. Höfundur:   Jorge Bucay.                                                                            

Lítil bók með stór skilaboð.Bók Jorge Bucay hefur farið sigurför um heiminn. Þetta merka rit er fullt af sögum; hjartnæmum og eftirminnilegum. Sögum sem gera hið flókna einfalt og lífið skiljanlegra

                                                              

 


Síðast uppfært 30. jan 2019