6. mars 2006

Fundur hjá Þeta-deild 6. mars 2006.
Fundur haldinn í Akurskóla.

Formaður setti fundinn, kveikti á kerktum og bauð konur velkomnar.

Elín var með nafnakall og voru 10 konur mættar.

Því næst var orð til umhugsunar og var það í umsjón Sveindísar Valdimarsdóttur. Í byrjun las Sveindís upp ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Því næst fjallaði hún vítt og breitt um mikilvægi heilsunnar og hvernig hollt mataræði hefur á áhrif á heilsufarið.

Inntaka nýrra félaga var næsta mál. Á síðasta fundi voru konur beðnar að koma með uppástungur um nýja félaga og bárust 20 tillögur. Þar sem stjórnin taldi erfitt að velja úr þessum konum var haft samband við Ingibjörgu Einarsdóttur formann samtakanna og hún innt eftir reglum varðandi þessi mál. Sagði hún að ekki væru til reglur og yrði hver deild að smíða reglur fyrir sig. Verkefni stjórnar fyrir næsta fund er því að búa til reglur sem henta okkur deild og leggja þær fyrir næsta aðalfund, sem er í apríl. Stjórnin hyggst semja reglur fyrir fundinn og senda konum í pósti þannig að þær geti verið búnar að skoða málið fyrir aðalfund. Ef þetta gengur eftir mætti bjóða konum á fund hjá okkur í hasut.

Að þessu sinni var fundurinn haldinn í húsakynnum Akurskóla. Skóastjóri Akurskólam, Jónina Ágústsdóttir kynnti fyrir okkar starfsemi skólana og sýndi myndir úr skólalífinu. Að því loknu fengu konur sér kaffi og meðlæti og gengu loks um húsakynni skólans í fylgd Jónínu.

Fundi slitið k. 22:00.

Fundarritari
Elín Rut Ólafsdóttir


Síðast uppfært 25. apr 2009