26. október 2009

1. fundur vetrarins í Þeta-deild haldinn mánudaginn 26. október  2009.

Fyrsti fundur starfsársins 2009-10 haldinn í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum við Krossmóa. Gestsgjafi Sveindís Valdimarsdóttir.

Fundurinn hófst kl. 19 með hefðbundnum fundarstörfum.
Valgerður Guðmundsdóttir, formaður deildarinnar, setti fund, kveikti á kertunum þremur og bauð félagskonur velkomnar til starfa og sérstaklega Brynju Árnadóttur á sinn fyrsta kynningarfund hjá deildinni 

Formaður sagði því næst frá þema vetrarins Að leggja rækt við sjálfa sig  og kynnti síðan dagskrána framundan. Næsti fundur veður laugardaginn 21. nóvember n.k. kl.11-13 hjá Valgerði, þá verða nýir félagar teknir inn í deildina. Hefðbundinn bókafundur verður síðan haldinn 12. janúar 2010 hjá Guðbjörgu Sveinsdóttur.  Formaður kallaði eftir hugmyndum og óskum félagskvenna um dagskrá annarra funda vetrarins.

Laufey Gísladóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um líkamsrækt, gildi hennar og hvernig hún gerði hana að lífstíl.  Ritari las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt. 19 félagar voru mættir og einn gestur.

Sveindís og Anna Lóa Ólafsdóttir síðan kynntu þær nýjungar í starfsemi MSS sem bæst hafa við frá því við komum fyrst til þeirra á fund og sýndu okkur glæsilegt nýtt húsnæði og aðstöðu miðstöðvarinnar í Krossmóanum.

Deildin bauð síðan félagskonum á fyrirlestur hjá Matta Ósvald Stefánssyni sem hann nefndi Hvað er málið með aukakílóin. Þar fræddi hann okkur um hvernig bæta megi lífgæði með því að breyta um lífsstíl, bæði með breyttu matarræði, aukinni hreyfingu og breyttu hugarfari og losna við aukakílóin í leiðinni.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:15.

Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð

Fundargerð samþykkt á fundi 13. janúar 2010.


Síðast uppfært 13. jan 2010