21. jan. 2020

Fundargerð Þeta deildar 21. janúar 2020. Fundurinn var haldinn á Raven gistiheimili, Reykjanesbæ.

Fundur hófst klukkan 18.

20 konur mættar.

Formaður setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Ritari með nafnakall og las fundargerð síðasta fundar.

Heiða Ingólfsdóttir var með orð til umhugsunar. Fjallaði hún um samfélagið sem við búum í, hversu fjölbreytt samfélögin eru sem við búum í. Vitnaði hún í Ólaf Pál Halldórsson prófessor við HÍ varðandi þetta og ræddi um skólasamfélagið, hvernig það tekst á við fjölbreytileikann.

Formaður var með önnur mál

-          Stjórnarkjör fer fram á marsfundinum. Uppstillingarnefnd hefur hafið störf. Tvær úr núverandi stjórn gefa kost á sér áfram, þær Ingibjörg Hilmarsdóttir og Ása Einarsdóttir.

-          Umsóknarfrestur fyrir mikið af þeim styrkjum sem eru í boði er að renna út, hvatti hún konur sem eru í meistaranámi að kynna sér það.

-          Minnti á vorþingið sem er haldið í Borgarnesi 9. maí n.k.

Síðan var matur.

Marta Eiríksdóttir blaðamaður, jógakennari og rithöfundur sagði aðeins frá starfi blaðamannsins og kynnti fyrir okkur þær bækur sem hún hefur skrifað og las úr þeim. Það eru bækurnar Mei mí babysitt sem fjallar um æskuminningar hennar Keflavík. Í þeirri bók rifjar hún upp lífið í Keflavík þegar hermenn og fjölskyldur þeirra bjuggu mitt á meðal okkar Íslendinganna og litlu stelpurnar fóru á milli húsa til að passa Kanabörn og bókin Mojfríður sem er skáldsaga og fjallar um undarlega konu sem er óvenju saklaus og góð. Einnig sagði hún lítillega frá bókinni Becoming Goddess – Embracing Your Power, en hún er skrifuð fyrir konur sem vilja vinna í sjálfum sér, opna fyrir kraftinn sinn og innri styrk og láta drauma sína rætast. Að lokum sagði hún frá bók sem hún er að leggja lokahönd á og heitir Fjallkonan og stefnir hún á að gefa hana út hér á Íslandi og í Noregi.

Þá sagði Ingibjörg Jónsdóttir okkur frá gistiheimilinu. Rakti sögu hússins sem varð gisitheimili 2005 og hvernig það kom til að þau keyptu það og reka núna.

Að lokum var farið í vísbendingaleik, þar sem lesnar voru vísbendigar um höfunda og átti að reyna að finna út hvaða höfund væri um að ræða.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.00.

 

 


Síðast uppfært 22. jan 2020