23. mars 2000

Félagsfundur í Heiðarskóla 23. mars 2000 kl. 20.

Lára setti fund, bauð fundarkonur velkomnar og afhenti Laufeyju fundarstjórn f.h. Heiðarskólakvenna.

Laufey hóf fundinn á því að kveikja á kertunum þremur, kertum hjálpsemi, trúmennsku og vináttu. Því næst kannaði ritari mætingu með nafnakalli, 13 félagar voru mættir.

Laufey stjórnaði fjöldasöng og kenndi okkur enn eitt nýtt lag: "Réttu mér hönd því við höfum sama mið".

Sveindís las markmið félagsins og Laufey flutti orð til umhugsunar. Hún ræddi um samhjálp sem hún telur að sé á undanhaldi í okkar þjóðfélagi og deildi m.a. með okkur lífreynslu sinni frá Indlandi.

Árný Inga sagði því næst frá skólastarfi í Heiðarskóla og sýndi okkur skólahúsnæðið.

Fundinum lauk svo að venju með óformlegum umræðum yfir kaffibolla og kræsingum.

Minnt var á næsta fund sem haldinn verður á Skólaskrifstofu mánudaginn 8. maí kl. 20.

Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð

Réttu mér hönd því við höfum sama mið

Réttu mér hönd því við höfum sama mið
héðan í frá sama veginn göngum við.
Gleym því sem hindrar en höldum ávallt frið
því við þörfnumst hvert annars enn.

Ungur eða gamall, það engu skiptir hér,
ofgnótt eða sultur, það sama öllum ber.
Hverju skiptir líka hver litur okkar er
ef við þörfnumst hvert annars enn?

Sundruð er vor auma veröld enn í dag sem fyrr,
inni' í skotum felumst við á bak við læstar dyr.
Yfir glauminn heyrist þó sem blási ólmur byr:
Hér við þörfnumst hvert annrs enn.


Síðast uppfært 25. sep 2009