8. nóvember 2001

8. nóvember 2001

Fundurinn haldinn í Njarðvíkurskóla. Hópur 2 sá um fundinn, Lára, Sóley Halla, Lilja og Guðríður.

Sóley Halla sá um orð til umhugsunar og gerði hún að umtalsefni ljóð sem hét "Guð, ef ég ætti ögn af lífi". 

Fyrirlesari kvöldsins var Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur á Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Hann ræddi "greindirnar 7" eftir kenningum Gardners og síðan voru umræður.

Mættar voru fjórar konur til að kynna sér félagsskapinn með það í huga að ganga í félagið. Þær voru: Auður Vilhelmsdóttir, kennari í Garðinum, Elín, námsráðgjafi í Fjölbraut, Steinunn Njálsdóttir, kennari í Heiðarskóla og Sigrún Ásta, forstöðumaður Byggðasafns Suðurnesja. Sigríður Danívalsdóttir frá Dagvist fatlaðra boðaði forföll en hún hefur áhuga á inngöngu og kemur næst.

Komnir voru gestir frá Reykjavík, systur okkar í Eta deild. Eyrún, formaður þeirra þakkaði fyrir boðið.


Mættar voru: Sóley, Lára, Lilja, Guðríður, Jónína, Valgerður, Guðbjörg I., Guðbjörg S., Karen, Þórdís. Eftirtaldar boðuðu forföll: Hulda, Elínborg, Stefanía, Bjarnfríður, Margrét, Hildur, Inga María.


Síðast uppfært 01. jan 1970