27. janúar 2014

Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Ord til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerd
4. Upplestur
5. Önnur mál:     
 
  1. Formaður setti fundinn, Elín kveikti á kertum vináttu, hjálpsemi og trúmennsku
  2.  Þórunn Friðriksdóttir var með orð til umhugsunar og gerði að umtalsefni styttingu náms til stúdentsprófs.  Við þurfum að skoða vel hvernig við viljum standa að þessari styttingu og hugleiða hvað fengið er með því.  Duglegir krakkar hafa lengi getað stytt námið sitt en hvað með hin sem ekki standa undir því.  Þetta er umræðuefni sem fer mikils í dag og við þurfum að skoða vel og vandlega.
  3. Ritari var med nafnakall og voru 29 konur mættar
  4. Jón Kalman Stefánsson mætti á fundinn og las upp úr bók sinni „Fiskarnir hafa enga fætur“ síðan voru umræður og fyrirspurnir. Að lokum áritaði Jón Kalman bækur fyrir þær konur sem mættu með sína bók á fundinn.        
 
Formaður sleit fundi kl.21:00
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 14. maí 2017