27. mars 2023

Fundur í Þetadeild – DKG

27. mars 2023

 

Síðasti fundur vetrarins var haldinn í Njarðvíkurskóla að þessu sinni. Fundurinn hófst á því að Guðbjörg Sveinsdóttir minntist Guðríðar Helgadóttur með fallegum orðum. Guðríður var ein af stofnfélögum Þeta deildar, en hún lést 21. janúar.

Gestir fundarins voru tveir að þessu sinni. Fyrri gesturinn var María Óladóttir grunnskólakennari sem starfar sem deildarstjóri í Heiðarskóla. Hún kynnti nýjan lestrarvef Heiðarskóla sem einfaldar aðgengi kennara að ýmsu lestrarefni, flokkað eftir aldri nemenda. Mjög áhugavert og metnaðarfullt verkefni.

Næsti gestur var Bryndís Kjartansdóttir jógakennari og markþjálfi. Hún efndi til hópsöngs þar sem við sungum um lífið og í kjölfarið var farið í lauflétt stólajóga og slökun. Virkilega ljúf stund og skemmtileg nærvera Bryndísar lætur engan ósnortin.

Lóa Björg stýrði að lokum skemmtilegri uppákomu með Þetasystrum þar sem hver og ein sagði frá einhverju sem hún væri stolt af eða ánægð með í sínu starfi. Fram komu mjög ólíkar frásagnir sem voru mjög áhugaverðar sem var virkilega ánægjulegt að hlusta á.

Í lokin var borin fram rjómalöguð sveppasúpa með nýbökuðu brauði og pestói. Guðbjörg var svo elskuleg að bjóða upp á ljúffenga döðlubita í eftirrétt með kaffinu.

Næst á dagskrá hjá hópnum verður vorferðin fjöruga, sem farin verður laugardaginn 29. apríl. Þá munum við fara til Grindavíkur og gera okkur glaðan dag saman. Vorferðin verður auglýst nánar fljótlega.

 

Ekki var fleira gert og undi slitið kl. 20.00


Síðast uppfært 30. mar 2023