26. apríl 2012

6. fundur starfsársins haldinn í Reykjavík.

Síðasti  fundur vetrarins var haldinn í Reykjavík fimmtudaginn 26. apríl. Mættar voru 15 Þetasystur til að fara í bókmenntagöngu  með Úlfhildi Dagsdóttur um miðborg Reykjavíkur. Gangan hófst við Þjóðleikhúsið og endaði við Laugaveg 11. Síðan var snæddur kvöldverður á veitingahúsinu Caruso. Það mættu 15. 

Hér er listinn yfir þá stað sem Úlfhildur stoppaði á og verkin sem hún las upp úr.
Myrkraverk og menning í Reykjavíkurborg

1. stopp: Þjóðleikhúsið. Arnaldur Indriðason, Harðskafi (2007)

2. stopp: Arnarhóll. Guðmundur Andri Thorsson, Íslandsförin (1996)

3. stopp: Eimskipafélagshúsið, “Konan og næturverðirnir”, (þþ skrásetti í
janúar 1928, eftir frásögn Hafliða Hafliðason næturvarðar, Gráskinna hin
meiri 1)

4. stopp: Austurstræti, Gangvirkið eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson (1955)

5. stopp: Amtmannsstígur. Fjallvegir í Reykjavík, Sigurlín Bjarney
Gísladóttir (2007),
Hættur á fjallvegum Reykjavíkur

6. stopp: Bríetartorg, Bragi Ólafsson, “Konurnar í hádeginu” (2003), Vilborg
Dagbjartsdóttir, “Köllun” (1981)

7. stopp – Kofi Tómasar frænda, Laugavegur 2 – Snússa, Helgi Ingólfsson,
Þegar kóngur kom (2009)

8. stopp, Laugavegur 11, ellefan. Ásta Sigurðardóttir, Sunnudagskvöld til
mánudagsmorguns (1951, Þórarinn Eldjárn, “Ævintýri” (2005.
Úlfhildur DagsdóttirInga María Ingvarsdóttir, ritari

Síðast uppfært 01. jan 1970