27. mars 2017

Dagskrá:

 

  • Kveikt á kertum
  • Nafnakall og fundargerð síðasta fundar lesin
  • Orð til umhugsunar
  • Deildarkonur kynna sig
  • Veitingar. Kjúklingasalat, brauð og kaffi 1500 kr.
  • "Tungumálafjölbreytni barna á Íslandi"  Erindi frá Kriselle Lou Suson Cagatin M.A. nema í Uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á lýðræði, jafnrétti og fjölmenningu
  • Önnur mál

 

Formaður setti fund, kveikti á kertum og fór yfir dagskrá fundarins.

Ritari var með nafnakall og las síðustu fundargerð.

Kristín Helgadóttir var með orð til umhugsunar og fjallaði um aldur. Hún las fyrir okkur ljóð eftir Árna Beinteinsson og velti svo upp spurningunum: Hvað er aldur? Hvað er góður aldur? Erum við kannski alltaf á góðum aldri. Finnst okkur við ekki alltaf vera á besta aldrinum á þeim aldri sem við erum þá stundina? Einnig sagði hún okkur frá því að hún væri nýbúin að vera á námskeiði sem heitir Sterkari í seinni hálfleik sem Árelía Eydís er með og fjallar um seinna kynþroskaskeiðið, áskoranir, markmið, hormóna, ný verkefni, sjálfsmynd, sköpunarkraft og síðast en ekki síst hvort tími sé ekki komin til að sinna þér.  Lífið er rétt að byrja og mörg tækifæri, eina hindrunin að nýta þau er kannski okkar eigin hugsanir. Kristín endaði á að lesa úr bókinni Íslensk fyndni sem kom út árið 1958 og og Skólaljóðum.

Lára Guðmundsdóttir sagði frá sinni ævi. Hún sagði frá uppruna sínum og æsku, menntun, fjölskyldu og starfi.

Kriselle Lou Suson Cagatin M.A. nema í Uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á lýðræði, jafnrétti og fjölmenningu sagði frá fjölmenningarstarfi leikskólans Akurs, en leikskólinn fékk styrk úr Sprotasjóði til að þróa það. Verkefnið felur í sér að efla þekkingu og reynslu kennara af menntun ólíkra barna, styðja námslega stöðu barna af erlendum uppruna í leikskólanum, iðka samskipti við foreldra, stuðla að og styðja við virkt tví- og fjöltyngi barna. Einnig sagði hún okkur frá meistararitgerð sinni sem hún er að vinna að, þar sem hún er að skoða skóla- og fjölskyldutungumál, en markmið rannsóknarinnar er að kortleggja tungumálafjölbreytni barna með tilliti til uppruna, reynslu og málumhverfis og meðal annars að skoða hvort tengsl séu á milli tungumálastefnu fjölskyldna og hljóðkerfisvitundar tví –og fjöltyngdra barna.

Undir önnur mál ræddi formaður um hvort að einhverjar félagskonur ætli á Landssambandsþingið á Akureyri 6. maí og eru 3 búnar að skrá sig, einnig ræddi formaður um Evrópuþingið í Tallin í sumar og gæti verið að 1-4 konur ætli að fara þangað.

Formaður sagði einnig frá vorferðinni okkar sem verður 24. apríl og verður auglýst fljótlega. Ræddi um inntöku nýrra félaga en 3 konur hafa ákveðið að vera með af þeim sem var boðið að koma í haust. Þær verða teknar inn næsta haust.

 

Formaður sleit fundi kl. 19.55.

Ritari: Sigurlína Jónasdóttir

 

 

 


Síðast uppfært 29. sep 2017