3. nóvember 2004

Fundur hjá Þeta-deild 3. nóvember 2004.
Fundur haldinn á Bókasafni Keflavíkur í Kjarna.

Formaður setti fund og bauð gest okkar Rósu Kristínu Júlíusdottur velkomna.
Hópur 1 tók því næst við stjórn fundarins og Stefanía kveikti á kertum.
Hóp 1 skipa þær Stefanía, Guðbjörg Ingimundar og Sigríður Bílddal.

Guðbjörg Ingimundar var með orð til umhugsunar og fjallaði um störf kennara og skólastjórnenda fyrr og nú. Kom hún m.a. inn á fjölbreytileika starfsins og hvernig það er metið í samfélaginu.

Nafnakall, 15 voru mættar

Því næst var kaffihlé.

Sóley kynnti gest kvöldsins, Rósu Kristínu Júlíusdóttur, forseta DKG.  Rósa ákvað að segja okkur frá sjálfri sér varðandi nám og störf. Í námi lagði hún stund á listmálun og lærði m.a. í 4 ár á Ítalíu og síðar í Bandaríkjunum og auðvitað einnig á Íslandi. Í tengslum við vinnu að mastersritgerð sinni, sem fjallar um fagmiðaða myndlistarkennslu, fór hún sem skiptinemi til Finnlands. Rósa sagði okkur frá hvernig hún hafi unnið ritgerðina og frá þeim rannsóknum sem hún gerði í tengslum við hana.

Í framhaldi af spjalli Rósu sköpuðust umræður um myndmenntakennslu í skólum nú og í gegnum tíðina. Hulda sýndi konum nýútkomnar bækur sem eru endurútgáfa af ævintýrum H.C.Andersen. Útgáfa þessi er myndskreytt af Þórarni Leifssyni og er óhætt að segja að myndirnar vöktu óskipta athygli kvenna á fundinum sökum óhefðbundinnar myndsköpunar í tengslum við efni sem ætlað er börnum.

Rósa benti konum á styrk sem konur geta sótt um á vegum DKG sem veittur er til ýmissa verkefna. Hún minnti einnig á næsta Landssambandsþing sem verður 23. apríl 2005.
Fundi slitið stundvíslega kl. 20.00.

Fundarritari
Elín Rut Ólafsdóttir


Síðast uppfært 25. apr 2009