28. janúar 1999

 Fundur Þeta-deildar Delta Kappa Gamma á Suðurnesjum haldinn í Njarðvikurskóla þriðjudaginn 28. janúar 1999 kl. 20.

Lára Guðmundsdóttir, formaður deildarinnar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:
1. Framhaldsinntökufundur
2. Landsþing Delta Kappa Gamma
3. Fyrsti félagsfundur Þeta-deildarinnar.

1. Sigrún Jóhannsdóttir, landsforseti Delta Kappa Gamma á Íslandi og Ingibjörg Einarsdóttir í útbreiðslunefnd samtakanna, stjórnuðu inntöku 6 nýrra félaga.

2. Landssambandsþing Delta Kappa Gamma.
Sagt var frá fyrirhuguðu Landsþingi samtakanna sem haldið verður í Reykjanesbæ 1. -2. maí n.k. Samtökin hafa farið þess á leit við stjórn Þeta-deildarinnar að hún tilnefni tvo tengiliði vegna Landsþingsins og hefur stjórnin tilnefnt þær Árnýju Ingu Pálsdóttur og Guðbjörgu M. Sveinsdóttur.

3. Fyrsti félagsfundur Þeta-deildar var í umsjón þriggja félaga sem starfa í Njarðvíkurskóla, þeirra Láru Guðmundsdóttur, Lilju Guðsteinsdóttur og Sóleyjar Höllu Þórhallsdóttur. Þær kynntu sinn vinnustað og sín störf, en Lára er aðstoðarskólastjóri, Lilja er sérkennari og Sóley Halla er myndmenntakennari. Boðið var upp á veitingar og Karen Sturlaugsson stjórnaði söng og lék undir á píanó. Sigrún Jóhannsdóttir óskaði deildinni velfarnaðar í starfi og afhengi nýjum félögum rósir.

Formaður sleit fundi um kl. 22. Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 3. mars í Grindavík.

Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð.


Síðast uppfært 25. sep 2009