24. febrúar 2014

Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Orð til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerð
4. Námskeið „Leiðarstjarnan“
5. Önnur mál:     
 
  1. Formaður setti fundinn, Gyða kveikti á kertum vináttunnar, hjálpseminnar og trúmennskunnar
  2. Sigríður Daníelsdóttir var með orð til umhugsunar og gerði að umtalsefni hvort allt í starfi okkar standist skoðun í framtíðinni.  Hún vitnaði í læknisfræði að ekki er allt sem hefur verið unnið í gegnum tíðina og staðist skoðun eftir ákveðin árafjölda.  Mjög þarft umhugsunarefni og gott innlegg í dagsins önn.
  3. Ritari var med nafnakall og voru 23 konur mættar
  4. Sigrún Jóhannesdóttir menntaráðgjafi var með námskeið um markmið og leiðir til að efla félagsstarfið.  Mjög gott innlegg frá Sigrúnu sem við eigum eflaust eftir að nýta okkur til að efla félagsstarfið í Þeta deild á næstu misserum.
        
Formaður sleit fundi kl.21:00
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 14. maí 2017