Fundur 20. mars 2021

Þeta deild hélt þriðja fund sinn á þessum vetri á Park Inn hótel í Reykjanesbæ  

Dagskrá fundarins :

  1. Fundur settur kl 18.10
  2. Nafnakall og fundagerð síðasta fundar lesin
  3. Formaður sagði frá ráðstefnu á vegum landsambandsins sem áformuð er í Reykjanesbæ 8-9 maí
  4. Félagskona kynnir sig; Guðbjörg Sveinsdóttir
  5. Orð til umhugsunar; Inga María
  6. Matur:

Nætursaltaður þorskur, kremað bygg, hvítlauks thymian bakaðir cherry tómatar, dill, og Yuzu hollandaise

 ,,Blondie´´ hvítsúkkulaði Toffee kaka með þurrkuðum hindberjum, Muscovado karamellusósu og hindberja marengs

  1.        I.          Eftir að fundur var settur, og kveikt hafði verið á kerti vináttunnar sagði Ingibjörg formaður frá því að áform væru um að stefna að því að halda landsambandsþing í Reykjanesbæ í byrjun maí. Einnig sagði hún frá ráðstefnu formanna sem nýlega var haldin með fjarfundarformi.
  2.      II.          Guðbjörg Sveinsdóttir fór yfir æsku sína og uppvöxt. Hún sagði okkur frá því þegar Reykjavíkurstúlkan fluttist til Suðurnesja, búsetu hennar og eiginmans hennar erlendis með tvö ung börn. Guðbjörg sagði frá starfsferli sínum í fræðslumálum og áhuga á hannyrðum og bókalestri. Guðbjörg er nú starfandi skólastjóri í Grindavík og hefur komið að menntamálum frá mörgum sjónarhornum. 
  3.    III.          Inga Maja tók við boltanum og fór á skemmtilegan hátt yfir áhugaverðan lærdóm okkar á undanförnum mánuðum þ.e þau nýyrði og orðaforða sem við höfum bætt við okkur í heimsfaraldri og á tímum eldhræringa á Reykjanesinu. 
  4.    IV.          Að lokum fengum við Þetakonur góðan gest, Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur verkefnastjóra fjölmenningar hjá Reykjanesbæ sem sagði okkur frá verkefnum sínum í fjölmenningarsamfélagi hér á Suðurnesjum, samsetningu nýrra Íslendinga hér hjá okkur og mikilvægi þess að við horfum á fjölmenninguna sem hluta af menningu okkar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19.30

 

 


Síðast uppfært 21. sep 2021